0

Úrslit UFC 215

UFC 215 fór fram í nótt í Kanada. Þar mættust þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalbardagi kvöldsins fór allar fimm loturnar og gerðist ekki mikið í bardaganum. Þetta var þó hnífjafn og tæknilegur bardagi. Dómararnir voru ekki endilega sammála um hvor hafði sigrað bardagann og sigraði Amanda Nunes eftir klofna dómaraákvörðun. Shevchenko var ekki sammála niðurstöðu dómaranna og bauluðu áhorfendur þegar niðurstaðan var tilkynnt. Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes sigraði Valentinu Shevchenko eftir klofna dómaraákvörðun (47-48, 48-47, 48-47).
Veltivigt: Rafael dos Anjos sigraði Neil Magny með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 3:43 í 1. lotu.
Fluguvigt: Henry Cejudo sigraði Wilson Reis með tæknilegu rothöggi eftir 25 sekúndur í 2. lotu.
Léttþungavigt: Ilir Latifi sigraði Tyson Pedro eftir dómaraákvörðun 29-28, 29-28, 30-27).
Fjaðurvigt: Jeremy Stephens sigraði Gilbert Melendez eftir dómaraákvörðun (30-26, 30-26, 30-25).

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Bantamvigt kvenna: Ketlen Vieira sigraði Sara McMann með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 4:16 í 2. lotu.
Bantamvigt kvenna: Sarah Moras sigraði Ashlee Evans-Smith með uppgjafartaki (armbar) eftir 2:51 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Rick Glenn sigraði Gavin Tucker eftir dómaraákvörðun (30-25, 30-24, 29-27).
Léttvigt: Alex White sigraði Mitch Clarke með tæknilegu rothöggi eftir 4:36 í 2. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Þungavigt: Arjan Bhullar sigraði Luis Henrique eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Léttvigt: Kajan Johnson sigraði Adriano Martins með rothöggi eftir 49 sekúndur í 3. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.