Superior Challenge 15 fór fram í gær í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þar mættust þeir Dylan Andrews og Papy Abedi í aðalbardaganum sem endaði með rothöggi.
Þetta er í annað sinn sem þeir Andrews og Papy Abedi mætast en þeir mættust í UFC árið 2013. Þá sigraði Andrews með rothöggi í 3. lotu og var bardaginn í gær endurat.
Svíinn Papy Abedi þótti einu sinni einn sá allra efnilegasti í Evrópu utan UFC. Hann náði aldrei að standa undir vængingum í UFC og var samningi hans rift eftir tapið gegn Andrews.
Þeir mættust í gær rúmum þremur árum seinna en úrslitin voru þau sömu og í fyrri viðureign þeirra. Þegar tæp mínúta var eftir af fyrstu lotu náði Andrews þessu hásparki sem felldi Abedi. Þetta var fyrsti bardagi Andrews síðan hann var látinn fara úr UFC árið 2015 og fyrsti sigur hans síðan hann vann Abedi árið 2013.
https://www.youtube.com/watch?v=Fq7ZkKpdzxI