Sunday, April 14, 2024
HomeErlentUFC 210 Countdown

UFC 210 Countdown

UFC 210 fer fram núna á laugardaginn í Buffalo í New York. Daniel Cormier mætir Anthony Johnson í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá Countdown þáttinn fyrir bardagakvöldið.

Þetta verður fyrsta titilvörn Cormier í 19 mánuði eða frá því hann sigraði Alexander Gustafsson í október 2015. Cormier átti auðvitað að mæta Jon Jones síðasta sumar en Jones féll á lyfjaprófi skömmu fyrir bardagann og kom Anderson Silva inn í staðinn. Sá bardagi var ekki titilbardagi.

Bardagi Cormier og Johnson er endurat frá viðureign þeirra í maí 2015. Þá sigraði Cormier með hengingu í 3. lotu eftir að hafa verið kýldur niður í 1. lotu.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Gegard Mousasi og Chris Weidman í millivigt. Fyrrum millivigtarmeistarinn Weidman hefur tapað tveimur bardögum í röð á meðan Mousasi hefur sennilega aldrei verið betri.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular