Friday, July 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Rothögg eftir háspark í Svíþjóð í gær

Myndband: Rothögg eftir háspark í Svíþjóð í gær

Superior Challenge 15 fór fram í gær í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þar mættust þeir Dylan Andrews og Papy Abedi í aðalbardaganum sem endaði með rothöggi.

Þetta er í annað sinn sem þeir Andrews og Papy Abedi mætast en þeir mættust í UFC árið 2013. Þá sigraði Andrews með rothöggi í 3. lotu og var bardaginn í gær endurat.

Svíinn Papy Abedi þótti einu sinni einn sá allra efnilegasti í Evrópu utan UFC. Hann náði aldrei að standa undir vængingum í UFC og var samningi hans rift eftir tapið gegn Andrews.

Þeir mættust í gær rúmum þremur árum seinna en úrslitin voru þau sömu og í fyrri viðureign þeirra. Þegar tæp mínúta var eftir af fyrstu lotu náði Andrews þessu hásparki sem felldi Abedi. Þetta var fyrsti bardagi Andrews síðan hann var látinn fara úr UFC árið 2015 og fyrsti sigur hans síðan hann vann Abedi árið 2013.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular