Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentStephen Thompson vill fá Robbie Lawler en ekki Gunnar næst

Stephen Thompson vill fá Robbie Lawler en ekki Gunnar næst

Gunnar Nelson
Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.

Stephen Thompson var gestur Ariel Helwani í The MMA Hour í dag. Þar sagðist hann vonast til að fá bardaga gegn Robbie Lawler og hefur ekki mikinn áhuga á að berjast við Gunnar núna.

John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson, vildi sjá þá Stephen Thompson og Gunnar Nelson mætast. Þetta sagði hann daginn eftir sigur Gunnars á Alan Jouban í mars á samfélagsmiðlum og hefur Gunnar sjálfur sagt að það væri bardagi sem myndi heilla hann.

Stephen ‘Wonderboy’ Thompson virtist þó ekki vera eins spenntur fyrir því og vildi frekar fá Robbie Lawler, Carlos Condit eða Nick Diaz. Thompson langaði helst að fá einhvern sem mun líklegast standa með honum enda sé skemmtilegast að undirbúa sig fyrir þannig bardaga.

Thompson vildi fyrst mæta Robbie Lawler um titilinn áður en hann tapaði beltinu til Tyron Woodley. Það var bardagi sem heillaði hann mikið á þeim tíma og er það sá bardagi sem hann langar mest að fá núna.

„Hann [Gunnar] er ekki á ratsjánni hjá mér. Topp 10 gæjarnir sem hann hefur mætt eins og Rick Story og Demian Maia hafa unnið hann. Ég vil fá topp andstæðinga eins og Carlos Condit og Robbie Lawler,“ sagði Thompson um mögulegan bardaga gegn Gunnari.

Aðspurður um hvort hann væri formlega að útiloka bardaga gegn Gunnari svaraði Thompson játandi.

„Ekki akkúrat núna. Hann stóð sig vel gegn Alan Jouban og er í 9. sæti á styrkleikalista UFC en ég er bara ekki að horfa til hans núna. Hann hefur tapað fyrir topp 10 gæjunum sem hann hefur mætt og ég er ennþá nr. 1 á listanum.“

Thompson gæti þó vel séð fyrir sér að þeir myndu mætast í framtíðinni enda telur hann Gunnar vera frábæran bardagamann. Núna er hann hins vegar að horfa á topp fimm andstæðingana og þar er Gunnar einfaldlega ekki núna.

Þátturinn er í beinni akkúrat núna en hér má finna viðtalið við Stephen Thompson.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular