Thursday, September 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRobbie Lawler mætir Donald Cerrone á UFC 213

Robbie Lawler mætir Donald Cerrone á UFC 213

Robbie Lawler mun snúa aftur í sumar og mæta Donald Cerrone á UFC 213 í júlí. Þetta staðfesti Brett Okomoto fyrr í þessu.

Brett Okomoto er virtur blaðamaður hjá ESPN og staðfesti þetta eftir samtal við Dana White, forseta UFC.

Bardaginn fer fram á UFC 213 sem fer fram þann 8. júlí og verður hápunktur International Fight Week sem fram fer í Las Vegas. Þetta er fyrsti bardaginn sem tilkynntur hefur verið á UFC 213.

Þeir Cerrone og Lawler áttu að mætast á UFC 205 í nóvember en Lawler bakkaði fljótlega út úr bardaganum enda vildi hann fá lengri pásu eftir tap gegn Woodley. Lawler hefur ekkert barist síðan hann var rotaður af Tyron Woodley þann 30. júlí í fyrra. Þar með tapaði hann veltivigtarbeltinu sem Woodley hefur haldið síðan.

Donald Cerrone hefur ekkert barist síðan hann var rotaður af Jorge Masvidal í janúar. Þar áður hafði hann unnið fjóra bardaga í röð og klárað þá alla.

Þetta er einfaldlega frábær viðureign og eitthvað sem allir bardagaaðdáendur geta verið spenntir fyrir.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular