0

Gunnar Nelson: Ekki viss um að Conor berjist í UFC á þessu ári

conor mcgregor Gunnar Nelson

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar Nelson er ekki viss um að Conor McGregor berjist í UFC á þessu ári. Conor er um þessar mundir að elta boxbardaga gegn Floyd Mayweather.

Ekki er vitað hvort eða hvenær bardagi Conor gegn Floyd Mayweather fari fram. Orðrómar um bardaga í september hafa verið á kreiki en ekkert sem er staðfest.

Talið er að Conor McGregor hafi fengið um 40 milljónir dollara fyrir bardaga sína þrjá í UFC í fyrra. Hann myndi fá margfalt hærri upphæð fyrir einn bardaga gegn Floyd Mayweather. Margir velta því fyrir sér hvort Conor muni snúa aftur í MMA ef hann berst gegn Floyd. Gunnar segir að það muni velta á ýmsu.

„Það veltur á ýmsu. Peningar er ekki það eina sem skiptir hann máli þó þeir skipti hann miklu máli. En ef bardagi heillar hann og hann telur að það sé stór áskorun, sé jafnvel sögulegt og allt það, þá mun hann slá til,“ sagði Gunnar við ESPN.

Floyd Mayweather hefur lagt til að þeir mætist í júní en Conor stakk upp á að bardaginn færi fram í september. Gunnar telur að Conor gæti sleppt því að berjast í heilt ár ef samningaviðræður taki lengri tíma.

„Hann á mikið af peningum núna sem halda honum uppteknum. Hann getur brallað ýmislegt og held ég að hann sé fínn á því í eitt ár. Hann er alltaf með eitthvað á döfinni. Núna er það Mayweather bardagi og það virðist vera að gerast. Ég held hann haldi sér uppteknum með einum eða öðrum hætti.“

„Hann verður að halda sér uppteknum einhvern veginn þar sem hann er mjög ofvirkur. Hann er ekki bara að hanga heima hjá sér. Hann finnur sér alltaf eitthvað að gera, hann þarf spennu,“ segir Gunnar að lokum.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.