Saturday, May 18, 2024
HomeErlentMyndband: Þungavigtarmóti Bellator lauk snemma með rothöggi

Myndband: Þungavigtarmóti Bellator lauk snemma með rothöggi

Þungavigtarmóti Bellator lauk í nótt með viðureign Fedor Emelianenko og Ryan Bader. Síðustu tveir bardagarnir kláruðust báðir eftir rothögg í 1. lotu.

Þeir Ryan Bader og Fedor Emelianenko mættust í nótt í úrslitabardaga í þungavigtarmóti Bellator. Hinn 42 ára gamli Fedor entist ekki lengi gegn Ryan Bader en Bader rotaði Fedor eftir aðeins 35 sekúndur.

Bader er þar með bæði þungavigtarmeistari og léttþungavigtarmeistari. Bader hefur unnið 12 af síðustu 13 bardögum sínum og alla bardaga sína í Bellator.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við ungstirnið Aaron Pico mæta Henry Corrales. Pico byrjaði vel og kýldi Corrales niður en Corrales svaraði vel fyrir sig og rotaði Pico skömmu síðar. Svakalegt rothögg sem verður sennilega á árslistum þessa árs yfir bestu rothögg ársins.

Pico er þar með 4-2 á ferli sínum í MMA og hafa allir bardagar hans klárast í 1. lotu. Corrales er búinn að vinna fimm bardaga í röð í Bellator og mun að öllum líkindum fá titilbardaga næst.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular