Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentMyndband: Roy Jones Jr. rotaður í Rússlandi

Myndband: Roy Jones Jr. rotaður í Rússlandi

roy jones jrBoxgoðsögnin Roy Jones Jr. er enn að þrátt fyrir að vera orðinn 46 ára gamall. Um helgina mætti hann Enzo Maccarinelli í Rússlandi en var rotaður í 4. lotu.

Það er langt síðan Roy Jones Jr. var upp á sitt besta. Áður fyrr var hann besti boxari heims en má nú muna sinn fífil fegurri. Fyrir bardagann hafði Jones þó unnið átta bardaga í röð en ekki beint gegn sterkustu andstæðingunum.

Bardaginn um helgina fór fram í Rússlandi en þetta var fyrsti bardagi Jones þar í landi síðan hann fékk rússneskan ríkisborgararétt. Enzo Maccarinelli var góður boxari á árum áður en líkt og Jones er hann talsvert frá sínu besta í dag. Hér að neðan má sjá rothöggið.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular