Thursday, March 28, 2024
HomeErlentConor McGregor fær hátíðlegar móttökur frá borgarstjóra Dublin

Conor McGregor fær hátíðlegar móttökur frá borgarstjóra Dublin

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Conor McGregor sigraði Jose Aldo á UFC 194 um nýliðna helgi. Borgarstjóri Dublin mun heiðra hann á sérstakri hátíð í lok janúar.

Borgarstjóri Dublin, Críona Ní Dhálaigh, er hæst ánægð með Conor McGregor og hans afrek. McGregor er uppalinn í Dublin og verður sérstök hátíð honum til heiðurs haldin í lok janúar af borgarstjórn Dublin. Athöfnin fer fram í ráðhúsi Dublin.

„Það gleður mig að heiðra Conor McGregor, heimsmeistara, í heimaborg hans Dublin og veita honum viðurkenningu fyrir hans ótrúlegu afrek í íþróttinni,“ segir borgarstjórinn í samtal við RTE.

Conor McGregor mun halda til Dublin á næstu dögum og verður gaman að sjá móttökurnar sem hann mun fá á flugvellinum er hann mætir. Síðast þegar hann kom heim til Dublin fékk hann frábærar móttökur á flugvellinum frá aðdáendum.

 

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular