Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBrandon Thatch mætir Bahadurzada í febrúar

Brandon Thatch mætir Bahadurzada í febrúar

Brandon Thatch Siyar BahadurzadaEkkert hefur heyrst frá Brandon Thatch síðan Gunnar Nelson sigraði hann á UFC 189 í júlí. Nú er hann kominn með næsta bardaga en hann mætir Siyar Bahadurzada í febrúar.

Bardaginn fer fram á UFC Fight Night 82 í Pittsburgh í Bandaríkjunum þann 21. febrúar á næsta ári. Thatch hefur tapað tveimur bardögum í röð (gegn Ben Henderson og Gunnari Nelson) og þarf nauðsynlega á sigri að halda í febrúar.

Siyar Bahadurzada þarf einnig nauðsynlega á sigri að halda en hann hefur tapað sínum síðustu tveimur bardögum í UFC líkt og Thatch. Bahadurzada hefur átt við mikil meiðsli að stríða og ekkert barist síðan hann tapaði fyrir John Howard í desember 2013.

Ekki er vitað hver aðalbardagi kvöldsins verður en kvöldið er hlaðið af spennandi bardögum. Meðal bardaga á kvöldinu má sjá John Lineker gegn Cody Garbrandt, Alex Garcia gegn Sean Strickland og líklegast Bethe Correia gegn Jessica Eye.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular