0

Brandon Thatch mætir Bahadurzada í febrúar

Brandon Thatch Siyar BahadurzadaEkkert hefur heyrst frá Brandon Thatch síðan Gunnar Nelson sigraði hann á UFC 189 í júlí. Nú er hann kominn með næsta bardaga en hann mætir Siyar Bahadurzada í febrúar.

Bardaginn fer fram á UFC Fight Night 82 í Pittsburgh í Bandaríkjunum þann 21. febrúar á næsta ári. Thatch hefur tapað tveimur bardögum í röð (gegn Ben Henderson og Gunnari Nelson) og þarf nauðsynlega á sigri að halda í febrúar.

Siyar Bahadurzada þarf einnig nauðsynlega á sigri að halda en hann hefur tapað sínum síðustu tveimur bardögum í UFC líkt og Thatch. Bahadurzada hefur átt við mikil meiðsli að stríða og ekkert barist síðan hann tapaði fyrir John Howard í desember 2013.

Ekki er vitað hver aðalbardagi kvöldsins verður en kvöldið er hlaðið af spennandi bardögum. Meðal bardaga á kvöldinu má sjá John Lineker gegn Cody Garbrandt, Alex Garcia gegn Sean Strickland og líklegast Bethe Correia gegn Jessica Eye.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.