spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMyndband: Þórður Bjarkar klárar Muay Thai bardaga sinn

Myndband: Þórður Bjarkar klárar Muay Thai bardaga sinn

Mynd: Róbert Elís

Þórður Bjarkar Árelíusson náði frábærum sigri í Muay Thai um helgina. Þórður kláraði þá bardagann með tæknilegu rothöggi í 2. lotu.

Þórður mætti Johan ‘Woody’ Nörgaard frá South Side Muay Thai í Stokkhólmi. Bardaginn fór fram á West Coast Battle 10 sem er eitt sterkasta Muay Thai mót Skandinavíu. Bardaginn fór fram í semi-pro þar sem olnbogar og hné í höfuð eru leyfð.

Þórður tók stjórn á bardaganum frá fyrstu sekúndu. Í byrjun 2. lotu náði Þórður svo góðum olnboga sem hann fylgdi svo eftir með skrokkhöggi og lágsparki. Svíinn féll niður og var talið yfir honum. Nokkrum sekúndum seinna kláraði svo Þórður andstæðinginn með snúningsolnboga.

Glæsileg frammistaða hjá Þórði og setur hann nú stefnuna á atvinnubardaga í Muay Thai í ársbyrjun 2019.

Þórður setti myndband af bardaganum á Instagram síðu sína þar sem má sjá hann klára bardagann.

 

View this post on Instagram

 

Video from the knockout last weekend. ? #vbcmma #boxbudin #muaythai #fight #knockout #spinning #elbow #westcoastbattle10

A post shared by Þórður Bjarkar (@thordur_bjarkar) on

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular