spot_img
Saturday, November 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNæsta titilvörn Valentina Shevchenko verður gegn Liz Carmouche

Næsta titilvörn Valentina Shevchenko verður gegn Liz Carmouche

Valentina Shevchenko ætlar greinilega að vera dugleg að berjast. Shevchenko er þegar komin með sinn næsta bardaga og mætir Liz Carmouche í ágúst.

Fluguvigtarmeistarinn Valentina Shevchenko varði titilinn sinn með glæsilegum sigri á Jessica Eye í byrjun júní. Valentina hlaut ekki mikinn skaða í bardaganum og virðist því vera strax tilbúin í annan bardaga.

Samkvæmt ESPN verður bardaginn aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Úrugvæ þann 10. ágúst en þetta verður fyrsta heimsókn UFC til Úrúgvæ. Valentina er með sterka tengingu við Perú og talar spænsku reiprennandi. Valentina er fædd í Kyrgistan en bjó lengi vel í Perú.

Þetta verður í annað sinn sem Valentina mætir Liz Carmouche en sú síðarnefnda sigraði Valentinu á litlu bardagakvöldi í Oklahoma árið 2010. Það var fyrsta tap Valentinu í MMA en læknirinn stöðvaði bardagann þar sem Valentina var með skurð.

Carmouche átti að mæta Roxanne Modafferi þann 13. júlí en UFC mun finna nýjan andstæðing fyrir Modafferi eftir breytinguna. Þetta verður annar titilbardagi Carmouche í UFC en hún mætti Ronda Rousey í fyrsta kvennabardaganum í sögu UFC árið 2013.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular