spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNate Diaz ætlar að berjast fljótt aftur og vill mæta Jorge Masvidal

Nate Diaz ætlar að berjast fljótt aftur og vill mæta Jorge Masvidal

Nate Diaz snéri aftur í búrið á laugardaginn eftir þriggja ára fjarveru. Diaz sigraði Anthony Pettis eftir dómaraákvörðun og ætlar ekki að láta líða langt þangað til hann berst næst.

Nate Diaz átti góða frammistöðu gegn Anthony Pettis á UFC 241 um helgina. Í viðtalinu við Joe Rogan eftir bardagann sagðist hann ætla að snúa fljótt aftur og vill mæta Jorge Masvidal. Masvidal var meðal áhorfenda og virtist taka vel í þá hugmynd.

Á blaðamannafundinum eftir bardagann sagðist Diaz þess vegna geta barist aftur í næsta mánuði. „Ef allt gengur upp gæti ég barist í næsta mánuði. Við þurfum ekki að flýta okkur en það verður ekki ég sem mun stoppa þetta og sitja á hliðarlínunni, það verða þeir [UFC] sem halda mér frá búrinu. Þannig hefur það verið síðustu þrjú ár en ég hef aldrei hætt að æfa,“ sagði Diaz.

Diaz sagði að hann og Masvidal munu berjast um „The baddest motherfucker in the game“ beltið. Diaz sagðist hafa varið það belti með sigrinum á Pettis og að Masvidal sé næstur í röðinni. Diaz útilokaði ekki heldur þriðja bardaga gegn Conor McGregor ef það er það sem UFC vill.

Dana White, forseti UFC, sagði að bardagi milli Diaz og Masvidal væri eitthvað sem allir vilja sjá.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular