spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNate Diaz: Mér fannst þetta vera búið svo ég fór

Nate Diaz: Mér fannst þetta vera búið svo ég fór

nate diazÞað voru svo sannarlega læti á blaðamannafundinum fyrir UFC 202 í gær. Flöskum og dósum var kastað á milli af Conor og Nate Diaz og lauk blaðamannafundinum skyndilega.

Conor McGregor mætti hálftíma of seint á blaðamannafundinn en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann kemur svo seint. Skömmu eftir að Conor mætti hafði Diaz fengið nóg og ákvað að yfirgefa salinn.

„Hann kemur þarna inn eins og hann sé aðal kallinn. En mér fannst þetta vera búið svo ég fór,“ sagði Diaz við UFC Tonight í gær eftir blaðamannafundinn.

Upp frá því hófst flöskukastið en Diaz hafði að sínu mati svarað öllum spurningunum og nennti ekki að bíða lengur og hlusta á Conor.

Gilbert Melendez, æfingafélagi Nate Diaz, talaði ESPN í gær rétt eftir að hafa talað við Nate Diaz: „Nate mætti á réttum tíma, spenntur fyrir því að gera það sem hann átti að gera. Honum fannst sanngjarnt að fara. Hann hafði svarað öllum spurningunum, var vanvirtur af Conor, yfirgaf salinn, orðaskipti áttu sér stað og flöskum var kastað,“ sagði Melendez.

„Þetta var mikið sjónarspil en hluti af leiknum. Nate fannst hann hafa gert sitt og það var bara sanngjarnt að hann skyldi fara.“

 

https://www.youtube.com/watch?v=hvyyXQlSItY

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular