spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNate Diaz sækir um keppnisleyfi í boxi í Nevada

Nate Diaz sækir um keppnisleyfi í boxi í Nevada

nate diazNate Diaz hefur sótt um keppnisleyfi í boxi í Nevada fylki. Nate Diaz gæti verið á leið í boxið en hann er ekki sáttur með sína stöðu í UFC.

Þetta kemur fram á vef ESPN en auk þess að sækja um keppnisleyfið borgaði Diaz 50.000 dollara sektina sem skuldaði. Sektina fékk hann fyrir sinn þátt í flöskukaststríðinu á blaðamannafundinn fyrir UFC 202 í ágúst.

Ferlið er komið langt á leið en Diaz hefur ekkert barist síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor á UFC 202 í besta bardaga síðasta árs. Að sögn Diaz hefur hann ekki áhuga á að berjast nema það sé gegn Conor McGregor.

Boxarinn Floyd Mayweather Jr. ræddi við Nate Diaz á dögunum þar sem Diaz talaði um hve ósáttur hann væri með stöðu sína í UFC og hve fá tækifæri hann fengi. „Þegar ég talaði við Nate Diaz sagði hann mér að UFC hefði sett sig á hilluna. Hann sagðist vera til í að berjast en UFC heldur honum á hliðarlínunni. Nate Diaz talaði meira að segja um að fara í boxið,“ sagði Floyd við ESPN.

Nate Diaz er ekki eini bardagamaðurinn í UFC sem sótt hefur um keppnisleyfi í boxi nýlega en Conor McGregor fékk keppnisleyfi í boxi í Kaliforníu í fyrra.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular