Friday, April 19, 2024
HomeErlentTim Kennedy leggur hanskana á hilluna

Tim Kennedy leggur hanskana á hilluna

Tim Kennedy, millivigtarkappi í UFC, hefur tilkynnti að hann sé hættur í MMA. Kennedy sendi frá sér vel skrifaða yfirlýsingu þar sem hann gerði upp ferilinn.

Tim Kennedy barðist síðast við Kelvin Gastelum á UFC 206 í desember og sagði í samtali við vini og fjölskyldu hafa áttað sig á því eftir þann bardaga að hans tími í sportinu væri liðinn. Líkaminn virkaði ekki lengur eins og á árum áður og aldurinn hafði einfaldlega gert vart við sig. Kennedy er er 37 ára gamall og barðist 24 atvinnubardaga.

Kennedy segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir réttindum og velferð bardagamanna og á einhverjum tímapunkti muni koma að því að ungir bardagakappar á borð við Kelvin Gastelum, Paige VanZant og Yair Rodriguez verði í sömu aðstöðu og hann. Hann vonar að þegar þar að kemur verði framtíð þeirra fjölskyldna í öruggum höndum fjárhagslega.

Kennedy sem er liðþjálfi í bandaríska hernum þakkar sérstaklega baklandinu og samfélaginu sem hann kynntist í hernum og lýsir UFC bardagakvöldinu Fight for the Troops 3 sem hápunkti ferilsins. Það bardagakvöld var haldið í Fort Campbell herstöðinni í Kentucky þar sem Kennedy rotaði Rafael Natal í 1. lotu og segist hafa liðið ósigrandi það kvöld.

Það voru nokkrir bardagar sem stóðu uppúr í hans huga sem hann segir hafa gert sig að betri bardagamanni og betri manneskju. Þar nefnir hann bardaga við Ronaldo ‘Jacare’ Souza, Luke Rockhold, Rafael Natal, Michael Bisping og Robbie Lawler og segir að enginn hafi kýlt sig jafn fast og hann Lawler. Allir skildu þessir bardagar eitthvað eftir sig í hans huga og þakkaði hann þeim öllum fyrir hafa deilt þessari reynslu með sér.

Hér má sjá tilkynningu Kennedy í heild sinni:

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular