spot_img
Friday, December 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNate Diaz talar um Bieber, Conor og bróðir sinn Nick

Nate Diaz talar um Bieber, Conor og bróðir sinn Nick

Nate Diaz var í áhugaverðu viðtali við Megan Olivi á dögunum. Í viðtalinu sýndi hann á sér nýjar hliðar og talaði um nýtilkomna frægð sína, fyrirmyndina Nick Diaz og fleira.

Nate Diaz mætir Conor McGregor á UFC 202 á laugardaginn. Diaz sigraði Conor eftir hengingu í 2. lotu í mars og hlaut bardaginn gríðarlega mikið áhorf.

Conor McGregor er auðvitað mikil stjarna en eftir sigur Diaz hlaut hann umtalsverða frægð. Hann var alls staðar í viðtölum, hitti stjörnur eins og Miley Cyrus og Justin Bieber og var hreinlega orðin stjarna. Það besta við sigurinn var þó að æfa með Jean-Claude Van Damme en hann og Nick eyddu rúmri viku með honum.

Nate Diaz kom inn í fyrri bardagann með aðeins 11 daga fyrirvara. Að hans sögn var nákvæmlega ekkert fyndið í aðdraganda bardagans og var hann í stöðugum viðtölum.

Í þetta sinn fær hann lengri tíma fyrir undirbúning og verður gríðarlega áhugavert að sjá hvernig bardaginn fer í þetta sinn.

UFC 202 fer fram á laugardaginn en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular