spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNick Diaz sagður á leið í búrið í mars

Nick Diaz sagður á leið í búrið í mars

Nick Diaz virðist vera á leið aftur í búrið á næsta ári eftir ansi langa fjarveru. Samkvæmt heimildum ESPN mun Diaz mæta Jorge Masvidal í mars.

Hinn 35 ára gamli Nick Diaz hefur ekki barist síðan hann barðist við Anderson Silva í janúar 2015. Silva vann bardagann en bardaginn var dæmdur ógildur eftir að báðir féllu á lyfjaprófi – Silva fyrir frammistöðubætandi efni og Diaz eftir að leyfar af marijúana fundust í lyfjaprófinu.

Samkvæmt ESPN hefur Diaz samþykkt að mæta Jorge Masvidal í veltivigt á UFC 235 þann 2. mars á næsta ári. Samningar hafa ekki verið undirritaður en samkomulag er nánast í höfn. Nick Diaz hefur ekki unnið bardaga síðan árið 2011 en nýtur gríðarlegra vinsælda hjá bardagaaðdáendum rétt eins og bróður hans, Nate Diaz.

Jorge Masvidal hefur tapað tveimur bardögum í röð og ekki barist síðan í nóvember 2017. Masvidal var boðið að berjast við Gunnar Nelson í desember hafnaði því. Masvidal lýsti því yfir að hann ætli sér að fara aftur niður í léttvigt en er greinilega tilbúinn að vera áfram í veltivigt ef hann fær Nick Diaz. Masvidal hefur verið að glíma við meiðsli en einnig verið upptekinn í upptökum á spænskum raunveruleikaþætti.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular