spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 204

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 204

ufc-204-bisping-vs-henderson

UFC 204 fer fram í Manchester annað kvöld þar sem þúsundir sturlaðra Englendinga munu hvetja sinn mann, Michael Bisping, til dáða. Þetta verður fyrsta titilvörn Bisping en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á UFC 204.

  • Sögulegur sigur eða hefnd? Það má gangrýna það að Dan Henderson sé að fá þetta tækifæri og þar með hálfpartinn að svindla sér fram fyrir röðina, framhjá mönnum eins og Chris Weidman og Jacare Souza. Það þýðir þó ekki að hugsa um það, njótum frekar þessa furðulega augnabliks í sögu UFC þar sem Michael Bisping er ríkjandi UFC meistari. Þessi bardagi er sögulegur fyrir Dan Henderson en hann hefur tækifæri til að verða fyrstur manna til að vinna titil í Pride, Strikeforce og UFC. Fyrir Bisping snýst allt um að hefna fyrir þetta hræðilega rothögg á UFC 100. Annars væri sigur fyrir Bisping einnig sögulegur. Hann er fyrsti breski UFC meistarinn og gæti líka verið sá fyrsti til að verja beltið sitt.
lyoto_machida_vs-_gegard_mousasi_5
Gegard Mousasi
  • Topp 10 bardagar í millivigt og léttþungavigt: Þetta kvöld skortir kannski stórstjörnur en við fáum samt tvo mjög flotta bardaga í 185 og 205 punda flokkunum. Í millivigt mætast Vitor Belfort og Gegard Mousasi og í léttþungavigt fer fram viðureign Jimi Manuwa og Ovince Saint Preux. Allt getur gerst í þessum bardögum og niðurstaðan mun hafa bein áhrif á þróun þessara þyngdarflokka. Allir fjórir bardagamenn eru á topp 10 á styrkleikalista UFC.
  • Hvernig kemur Albert Tumenov til baka eftir tapið gegn Gunnari Nelson? Albert Tumenov er mikið efni í veltivigt en honum gekk ekki alveg nóg vel gegn Gunnari í hans síðasta bardaga, sælla minninga. Tumenov er Rússi og virkar andlega sterkur svo við höfum engar sérstakar áhyggjur af honum. Það er samt alltaf áhugavert að sjá hvernig menn koma til baka eftir slæmt tap. Andstæðingur hans að þessu sinni er heimamaðurinn Leon Edwards sem er ekki beint þekktur en er alls ekki bardagamaður sem má vanmeta.
marc-diakiese
Marc Diakiese
  • Nýliðavaktin! Í fyrsta bardaga kvöldins fáum við að sjá hinn ósigraða Marc ‘Bonecrusher’ Diakiese í UFC. Diakiese rotaði sína síðustu tvo andstæðinga á um hálfri mínútu og gæti ruðst inn í UFC með látum. Síðar um kvöldið fáum við líka að sjá Mirsad Bektic sem hefur barist í UFC þrisvar og er enn ósigraður. Hann gæti með tímanum orðið stórt nafn í fjaðurvigt.

Þrátt fyrir að bardagakvöldið fari fram í Manchester á Englandi byrjar fyrsti bardaginn ekki fyrr en kl 22:30 annað kvöld. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular