spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Rockhold vs. Philippou

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Rockhold vs. Philippou

UFN_35_event_posterÁ miðvikudagskvöldið fer fram UFC Fight Night 35: Rockhold vs. Philippou. Bardagarnir fara fram í Georgíufylki í Bandaríkjunum og munu hefjast seint annað kvöld og standa fram á aðfaranótt fimmtudagsins. Eins og með þessi Fight Night kvöld eru minni spámenn sem spreyta sig en skemmtanagildið er engu síðra þrátt fyrir það. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að horfa á þessa bardaga.

  • Luke Rockhold: Fyrrum Strikeforce meistarinn hefur gleymst eilítið eftir tapið á móti Belfort þar sem hann var rotaður með hælsparki. Fyrir þann bardaga spáðu margir að hann gæti fengið titilbardaga mjög fljótlega en svo varð nú ekki. Rockhold átti að berjast gegn Tim Boetsch í október í fyrra en þurfti að hætta við bardagann vegna meiðsla. Millivigtin er hrikalega spennandi þessa stundina og gæti Rockhold stimplað sig þar inn með sannfærandi sigri. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með Rockhold í UFC og hvort hann nái að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans í upphafi.
  • Tavares gæti sigrað 5. bardaga sinn í röð í millivigtinni: Það er skrítið að hugsa til þess að Brad Tavares sé með sex sigra og aðeins eitt tap í millivigtinni. Tavares er maður sem er ekki á allra vörum og hann er ekki að klífa metorðastigann hratt í UFC. Hann fær yfirleitt andstæðinga sem eru varla í topp 20 í millivigtinni og því hefur uppgangur hans verið hægur í UFC. Það spilar sennilega inn í að allir sigrar hans nema einn hafa komið eftir dómaraákvörðun. Hann fær nú sennilega sinn erfiðasta andstæðing til þessa, Lorenz Larkin.
  • Hvað gerir TJ Dillashaw? Dillashaw er enn einn frábæri bardagamaðurinn frá Team Alpha Male og eru bardagar hans nánast alltaf ávísun á flugeldasýningu. Dillashaw hefur aðeins einu sinni farið allar þrjár lotuarnar í UFC en það var í tapi gegn Raphael Assuncao í hnífjöfnum bardaga. Dillashaw er alltaf í skemmtilegum bardögum og verður gaman að sjá hvernig hann kemur til baka eftir tap í síðasta bardaga.
  • Yoel Romero rotar eða rotast: Romero á 7 bardaga að baki en hann hefur sigrað sex með rothöggi og tapað einum með rothöggi en þar með hafa allir bardagar hans endað með rothöggi. Romero hlaut silfurverðlaun í glímu á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000 en hefur sýnt flott “striking” síðan hann hóf MMA ferilinn. Hann mætir Derek Brunson sem hefur ekki þótt spennandi glímumaður hingað til og hefur aðallega verið í “lay’n’pray” í sínum bardögum. Hann á þó sennilega ekki eftir að ná fram vilja sínum gegn silfurverðlaunahafanum og því er ansi líklegt að rothögg muni eiga sér stað í þessum bardaga.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular