Þriðjudagsglíman að þessu sinni fór fram á ADCC Korea á síðasta ári. Hér er sjálfur “Stun gun” Kim Dong Hyun að keppa í úrslitum á móti óþekktum andstæðingi. Kim er einn besti glímumaður í UFC en það muna kannski sumir eftir hvernig hann stjórnaði svartbeltingnum Paulo Thiago á gólfinu og tók frá honum viljann. Þessi glíma er skólabókadæmi um öguð vinnubrögð. Það er allt frekar einfalt en vel gert og það er lærdómsríkt að fylgjast með í lokin, þegar uppgjafartakið er ekki að virka gæti verið lausnin að fara til baka, endurstilla, og reyna aftur.
Latest posts by Óskar Örn Árnason (see all)
- Украина разорвала три соглашения с СНГ: о мигрантах, аграрном рынке и памятниках Газета Ru - August 12, 2022
- Óskalisti Óskars 2021 - January 2, 2021
- 10 áhugaverðustu MMA bardagararnir í mars 2020 - March 2, 2020