spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC on ESPN: Ngannou vs. dos...

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC on ESPN: Ngannou vs. dos Santos

UFC er með ágætis bardagakvöld á morgun í Minnesota. Hæst ber að nefna risa þungavigtarbardaga en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagakvöldið.

Bombum sveiflað

Aðalbardagi kvöldsins er langáhugaverðasti og mikilvægasti bardagi kvöldsins. Í raun má segja að þetta sé einn áhugaverðasti bardagi sumarsins. Þeir Junior dos Santos og Francis Ngannou eru tveir af þeim bestu í þungavigtinni og finnst fátt skemmtilegra en að sveifla þungum höggum í átt að andstæðingnum. Þeim gengur nokkuð vel í því en samanlagt eru þeir með 28 rothögg á ferilskránni. Það verða um 230 kg sem munu ferðast um búrið á morgun í aðalbardaga kvöldsins og er þetta einn af þeim bardögum þar sem ekki má missa af einni einustu sekúndu (í það minnsta út fyrstu lotuna). Sigurvegarinn verður kominn í lykilstöðu til að skora á meistarann – hvort sem það verður Daniel Cormier eða Stipe Miocic. Þetta er bardagi sem má ekki missa af!

Óformlegur titilbardagi í fluguvigt

Fluguvigtarmeistarinn er fjarri góðu gamni þessa dagana. Henry Cejudo nældi sér í bantamvigtarbeltið um daginn en í kjölfarið fór hann undir hnífinn og verður frá í sjö mánuði. Einu klassísku bráðabirgðarbelti gæti því verið hent upp til að halda fluguvigtinni gangandi þó flokkurinn sé varla með lífsmarki eftir að UFC losaði sig við tæplega helming bardagamanna í fluguvigtinni. En ef einhverjir ættu að berjast um einhvers konar titil í fluguvigtinni væru það sennilega áskorendur nr. 1 og 2. Þeir mætast einmitt á morgun en Jussier Formiga (nr. 1) mætir einmitt Joseph Benavidez (nr. 2) í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Benavidez kláraði Formiga síðast þegar þeir mættust, getur hann endurtekið leikinn?

Gamla brýnið Maia lætur sjá sig

Demian Maia er enn í fullu fjöri en þessi 41 árs gamli bardagamaður berst sinn 30. bardaga í UFC á morgun. Þá mætir hann Anthony Rocco Martin sem hefur unnið fjóra bardaga í röð. Þetta er klassískur Maia bardagi þar sem UFC notar Maia sem prófstein á bardagamenn sem vilja klífa upp listann. Síðast pakkaði Maia Bandaríkjamanninum Lyman Good og spurning hvort Martin nái að gera betur.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:00 annað kvöld en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 1:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular