spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFjölmargar ástæður til að horfa á sögulegt bardagakvöld UFC 205

Fjölmargar ástæður til að horfa á sögulegt bardagakvöld UFC 205

conor McGregor Eddie Alvarez UFC New YorkÞað hefur varla farið framhjá nokkrum að UFC 205 fer fram í kvöld. Conor McGregor mætir Eddie Alvarez í aðalbardaga kvöldsins en hér eru fjölmargar ástæður til að horfa á bardagakvöldið.

  • New York, New York: Fyrsta bardagakvöld UFC í New York ríki síðan 1995 fer fram annað kvöld. Bardagakvöldið fer fram í hinni sögufrægu Madison Square Garden höllinni. Þetta verður fyrsti viðburður UFC í New York ríki síðan íþróttin var lögleidd fyrr á árinu og sannarlega söguleg stund. Sennilega er þetta stærsta, ef ekki það stærsta, bardagakvöld allra tíma.
  • Verður Conor tvöfaldur meistari? Aðalbardagi kvöldsins verður viðureign fjaðurvigtarmeistarans Conor McGregor og léttvigtarmeistarans Eddie Alvarez. Barist er upp á léttvigtarbeltið en þetta er í fyrsta sinn síðan 2009 þar sem tveir ríkjandi meistarar mætast. Takist Conor að vinna Alvarez verður hann sá fyrsti til að halda tveimur beltum á sama tíma. Alvarez er þó langt í frá auðveldur mótherji fyrir Conor og ætti þetta að verða hörku bardagi.
  • Nýr meistari í veltivigt? Fyrsta titilvörn veltivigtarmeistarans Tyron Woodley fer fram á morgun. Andstæðingur hans, Stephen Thompson, er talinn sigurstranglegri af veðbönkum og eru margir sérfræðingar á því að Thompson muni hampa beltinu í kvöld. Woodley hefur þó oft verið afskrifaður áður og er sannfærður um að hann muni enn og aftur sýna sérfræðingunum að þeir hafa rangt fyrir sér.
  • Fyrsti evrópski titilbardaginn: Þær pólsku Joanna Jedrzejczyk og Karolina Kowalkiewicz mætast um strávigtartitilinn í kvöld. Þetta verður í fyrsta sinn sem tveir Evrópubúar berjast um titil í UFC. Flestir búast við öruggum sigri Jedrzejczyk en það getur allt gerst.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
  • Hvernig kemur Chris Weidman til baka? Hvorki Chris Weidman né Yoel Romero hafa barist síðan 12. desember 2015. Þeir mætast á morgun í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins. Weidman átti að mæta Luke Rockhold í júní en meiddist skömmu fyrir bardagann. Þetta verður því fyrsti bardaginn hans eftir tapið gegn Rockhold í fyrra. Yoel Romero barðist síðast við Ronaldo ‘Jacare’ Souza en skömmu eftir bardagann féll hann á lyfjaprófi. Það verður því áhugavert að sjá hvernig báðir koma til leiks og þá sérstaklega Weidman.
  • Öruggur sigur hjá Mieshu Tate? Miesha Tate er væntanlega í hefndarhug eftir að hafa tapað bantamvigtarbeltinu til Amöndu Nunes á UFC 200. Fyrsta skrefið aftur að titlinum verður Raquel Pennington. Síðast gekk niðurskurðurinn herfilega hjá Tate en hún leit vel út í vigtuninni í morgun. Þetta er bardagi sem Tate á að vinna.
  • Jeremy Stephens ætlar að láta vita af sér: Hver man ekki eftir því þegar Jeremy Stephens reyndi að koma sér í sviðsljósið á blaðamannafundinum fyrir UFC 205 í haust? Hann mætir Frankie Edgar á morgun og gæti svo sannarlega minnt á sig og stolið sviðsljósinu í skamma stund takist honum að rota Frankie Edgar.
  • Hvað gerir Khabib Nurmagomedov? Rússinn öflugi er ósigraður í 23 bardögum og vill meina að hann eigi skilið að fá titilbardaga. Tony Ferguson er að margra mati á undan Nurmagomedov í röðinni og því þarf Rússinn að minna rækilega á sig gegn Michael Johnson annað kvöld. Johnson er hörku bardagamaður og ætti þetta að verða frábær bardagi.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst á Fight Pass rás UFC á miðnætti en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular