spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC 172

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 172

UFC172-watch-the-fight-th

UFC 172 er annað kvöld þar sem léttþungavigtarmeistarinn Jon Jones ver titil sinn gegn Glover Teixeira. Einnig mætast þeir Phil Davis og Anthony Johnson og Luke Rockhold berst gegn Tim Boetsch. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að horfa á UFC 172 annað kvöld!

  • Sá besti í heimi mætir: Margir eru sammála um það að Jon Jones sé í dag besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Hann er eiginlega taplaus (eina tapið hans kom eftir að hann var dæmdur úr leik af fáranlegri ástæðu) og hefur gjörsigrað alla andstæðinga sína (nema Alexander Gustafsson) frekar auðveldlega. Shogun Rua, Rampage Jackson, Vitor Belfort, Lyoto Machida og Rashad Evans eru allt fyrrum UFC meistarar en þeir eru líka allt fórnarlömb Jon Jones!
  • Verður Glover Teixeira fyrsti maðurinn til að sigra Jones? Menn biðu lengi eftir að Teixeira myndi koma í UFC og ekki að ástæðulausu. Hann er gríðarlega höggþungur, með góðar fellur og er virkilega góður gólfglímumaður. Hann til að mynda sigraði Dean Lister á ADCC árið 2009 sem er afar tilkomumikið. Hann hefur allt til taks til að verða meistari en það er spurning hvort hann sé nógu góður til að sigra einn þann besta í sögunni?
  • Endurkoma Anthony Johnson: Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Anthony Johnson hafi barist í veltivigt. Johnson hefur barist í þungavigt og nú í léttþungavigt þar sem hann virðist eiga heima. Eftir að hafa mistekist þrisvar að ná tilsettri þyngd í UFC var honum sagt upp. Eftir að hafa sigrað 6 bardaga í röð utan UFC fékk hann kallið aftur. Hann mætir hinum sterka Phil Davis og verður þetta hörku bardagi!
  • Luke Rockhold mun stimpla sig inn í titilbaráttuna: Margir gleyma oft Luke Rockhold þegar verið er að tala um titil áskorendur í millivigtinni en þessi fyrrum Strikeforce meistari getur stimplað sig inn í titilbaráttuna sigri hann Tim Boetsch sannfærandi. Rockhold er fyrrum Strikeforce millivigtarmeistarinn þar sem hann tók titilinn af Ronald “Jacare” Sousa. Það skal þó enginn afskrifa Tim Boetsch sem er grjótharður.
  • Ekki gleyma Joseph Benavidez: Enn og aftur eru topp fluguvigtarmennirnir í UFC ekki á aðal hluta bardagakvöldsins heldur aðeins sem upphitunarbardagi (e. prelims). Benavidez var síðast rotaður af Demetrious Johnson í titilbardaga en er þrátt fyrir það ekki á aðal hluta bardagakvöldsins.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular