spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaDaði Steinn: Í fyrsta sinn sem VBC fer út sem lið í...

Daði Steinn: Í fyrsta sinn sem VBC fer út sem lið í BJJ

Fjöldi Íslendinga er nú staddur í Danmörku vegna BJJ mótana Danish Open og Copenhagen Open en þar á meðal er hópur frá VBC. MMA Fréttir spjallaði við Daða Stein Jiu-jitsu þjálfara VBC.

Segðu mér aðeins frá þér og hópnum

Daði Steinn Brynjarsson heiti ég og er yfirþjálfari í Brasilísku jiu-jitsu (BJJ) hjá VBC í Kópavogi. Ég byrjaði að æfa BJJ árið 2010 undir Arnari Frey Vigfússyni. 2012 fékk ég síðan fjólublátt belti undir Arnari og hef verið þjálfaralaus síðan. Ég byrjaði að kenna BJJ á fullu fyrir rúmlega ári og get ekki hugsað mér að hætta. Í desember flutti ég hópinn minn yfir í VBC og þar erum við í dag, staðurinn er að gera góða hluti og við eigum okkur glæsilega framtíð. Við erum fimm að fara til Danmörku, með mér fara: Heiðdís Ósk Leifsdóttir, Ari Páll Samúelsson, Pétur Óskar Þorkelsson og Elías Kjartan Bjarnason

Hvert er stefnunni heitið?

Við erum á leið til Danmerkur að keppa í BJJ. Við keppum á þremur mótum yfir tvær helgar. Helgina 26-27. apríl er Danska opna og svo Copenhagen Open helgina eftir (3-4 Maí), þar sem verður keppt í Gi á laugardeginum en í NoGi á sunnudeginum. Á meðan við erum úti ætlum við svo að heimsækja og æfa hjá vinum okkar í Arte Suave.

 Breyttu þið lífstílnum eða æfingarmynstrinu fyrir ferðina eitthvað?

Ekki eins mikið og við hefðum átt að gera, því miður. Við keppum í þyngdarflokkum og þurftu nokkrir að taka sig aðeins á í mataræðinu fyrir mótið. Hvað æfingar varðar, þá reyndum við að auka þær svolítið, drilla það sem þurfti og auðvitað glíma meira með áherslu á stigagjöf.

Er þetta ykkar fyrsta ferð utan landsteina í þessum tilgangi?

Glímuhópurinn okkar er mjög ungur og er þetta í fyrsta sinn sem við förum út sem lið, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem við förum út. Ég og Elías Kjartan fórum á danska opna í fyrra þar sem ég tók þriðja sætið. Einnig hefur Ari Páll keppt á Arnold Classic í Bandaríkjunum. Pétur Óskar og Heiðdís Ósk hafa ekki farið út að keppa áður en þetta er í fyrsta sinn sem sem við förum út sem hópur og er ég ótrúlega spenntur að sjá nemendur mína taka þátt á móti utanlands.

Eru mótin sterk?

Þetta eru stærri mót en við erum vön á Íslandi, en það eru haldin mun stærri mót en þessi. Kosturinn við að fara á mótin úti er að þau eru beltaskipt sem tryggir jafnari mótherja, en hér á landi hefur það ekki verið gert hingað til. Íslensku mótin byggjast á útsláttarkeppnum þar sem byrjendur geta lent á móti mun sterkari andstæðingi strax í fyrstu glímu og fallið úr keppni án þess að fá reynslu eða réttláta keppni.

Það er kominn grundvöllur fyrir beltaskiptingu á íslenskum mótum og hef ég heyrt að stjórnendur hafa verið að skoða það. Þótt ekki bætist við nema sér flokkur fyrir hvít belti væri það rosalega flott og góð byrjun í rétta átt. Það væri líklega meiri þátttaka á mótum þar sem byrjendur þyrftu ekki að hafa svona miklar áhyggjur af andstæðingum sínum.

Hvert stefnið þið?

Við förum núna út til Danmörku til að gera okkar besta en eins og ég sagði áður þá er félagið mjög ungt og ennþá að byggjast upp og vaxa. Við erum að gera góða hluti og ætlum að halda því áfram.

Á síðasta mót hérlendis sendi VBC tvo einstaklinga til keppni, bæði voru þau með hvítt belti. Trausti Jón Þór Gíslason og Heiðdís Ósk stóðu sig ótrúlega vel á mótinu og ég var rosalega stoltur af þeim. Heiðdís komst á pall í flokknum sínum og Trausti stóð sig rosalega vel á móti sterkum andstæðingi frá Fenri á Akureyri. Við verðum bara stærri og betri með tímanum og stefnum hátt.
Hér má sjá hópinn frá VBC sem sem er á leið til Danmörku. Frá vinstri til hægri eru:
Heiðdís Ósk Leifsdóttir, Ari Páll Samúelsson, Pétur Óskar Þorkelsson, Daði Steinn Brynjarsson og Elías Kjartan Bjarnason

VBC mynd
Hér má sjá hópinn frá VBC sem sem er á leið til Danmörku. Frá vinstri til hægri eru: Heiðdís Ósk Leifsdóttir, Ari Páll Samúelsson, Pétur Óskar Þorkelsson, Daði Steinn Brynjarsson og Elías Kjartan Bjarnason

Það eru margir íslenskir keppendur að fara út í ár frá nokkrum félögum og langar mig að óska þeim öllum velgengni. Við búum á litlu landi og þekkjumst öll í þessu sporti, við þurfum að standa saman og styðja hvert annað!

spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular