Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaSpá MMA Frétta fyrir UFC 172

Spá MMA Frétta fyrir UFC 172

Það er nóg af skemmtilegum bardögum í kvöld á UFC 172. Af því tilefni ætlum við á MMA Fréttum að spá í spilin en hér er spá okkar fyrir kvöldið í kvöld.

jons teixeira

Jon Jones gegn Glover Teixeira

Pétur Marinó Jónsson: Mig langar að trúa að Teixeira geti sigrað Jones en ég held einfaldlega að við séum að horfa á einn besta bardagamann allra tíma, Jon Jones, og hann sigrar þetta. Jones mun nota löngu útlimi sína til að halda Teixeira frá sér og sparka hann til og frá þannig. Teixeira er of hægur fyrir Jones sem kemur sér undan höggum hans. Jones fer svo að taka hann niður í seinni lotum bardaganas og lætur olnbogana rigna yfir hann. Jon Jones sigrar eftir dómaraákvörðun.

Brynjar Hafsteins: JBJ sigrar. Ég mun samt halda með Texeira. Hann er bara ekki nógu hreyfanlegur fyrir lengdina sem JBJ hefur. Gæti hugsanlega orðið alveg eins og bardaginn gegn Rampage.

Óskar Örn Árnason: Teixeira er hættulegur og Jones var ekki beinlínis sannfærandi í hans síðasta bardaga. Ég held samt að Jones taki þetta nokkuð örugglega. Glover mun koma inn einhverjum höggum en spörkin og faðmlengdin mun bjarga Jones, segi submission í 2. lotu fyrir Jones.

Hreiðar Már Hermannsson: Jones mun klára bardagan á einhverjum tímapunkti, annað hvort með rothöggi eða uppgjafartaki. Ég sé ekki hvaða verkfæri Glover Teixeira er með sem Jones er ekki með svar við!

Guttormur Árni Ársælsson: Ég hef litla trú á að Teixeira komi til með að valda Jones vandræðum. Hann hefur punchers chance en Jones kemur til með að nota faðmlengdina til að halda sér í réttri fjarlægð. Jones sigrar með TKO í annari eða þriðju lotu.

Eiríkur Níels Níelsson: Jones tekur þetta með rothöggi í fyrstu eða annarri lotu. 

Sigurjón Viðar Svavarsson:  Ég er viss um að það verði eitthvað upset og af hverju ekki Teixeira með dirty boxing sem endar með TKO á Jones í 2 lotu.

Davis-Johnson_large

Phil Davis gegn Anthony Johnson

Pétur Marinó Jónsson: Þó ég sé spenntur fyrir því að Anthony Johnson sé kominn aftur í UFC og loksins í réttum þyngdarflokki þá held ég að hann eigi ekkert í Phil Davis. Phil Davis sigrar eftir dómaraákvörðun.

Brynjar Hafsteins: Davis sigrar þar sem hann stelur lotum með fellum.

Óskar Örn Árnason: Davis ætti að vinna Johnson en það verður ekki auðvelt. Johnson er árásagjarn sem mun opna fyrir fellur. Davis ætti að stjórna honum á gólfinu og sigra á stigum.

Hreiðar Már Hermannssson: Phil Davis mun dóminera Anthony Johnson! Johnson er að koma aftur inn í UFC eftir 6 sigra í röð í öðrum keppnum, ýmist í léttþungavigt eða þungavigt. Johnson er mjög sterkur sparkboxari en Phil Davis er einn sterkasti wrestler í 205 punda deildinni og mun ná Johnson auðveldlega í jörðina. Wrestlingið hans Davis dómineraði Alexander Gustafson á sínum tíma og ég held að Phil Davis taki þetta á stigum, auðveldlega.

Guttormur Árni Ársælsson: Phil Davis pakkar Rumble Johnson saman. Davis er æstur í að fá titilbardaga gegn Jones og hann þarf að sigra Johnson örugglega til að koma sér í þá umræðu. Davis mun ekki vera í vandræðum með að ná Rumble í gólfið og sigrar eftir dómaraúrskurð 30-27.

Eiríkur Níels Níelsson: Davis vinnur sannfærandi sigur með dómaraúrskurði. 

Sigurjón Viðar Svavarsson: Ætla að velja Davis framyfir Antony Johnson. Davis tekur þetta á uppgjafartaki í 1. lotu.

Rockhold-Boetsch_large

Luke Rockhold gegn Tim Boetsch

Pétur Marinó Jónsson: Að mínu mati algjört mismatch þar sem Boetsch hefur eiginlega tapað þremur bardögum í röð (sigraði CB Dollaway síðast en mér fannst Dollaway taka þetta). Rockhold klárar Boetsch eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu eftir skrokkhögg (spark).

Brynjar Hafsteins: Mér finnst Tim Boetsch einn ofmetnasti bardagamaðurin í UFC. Rockhold sigrar með TKO. Önnur lota.

Óskar Árni Ársælsson: Rockhold rotar Boetsch í fyrstu lotu og fær rematch við Jacare eða Kennedy.

Hreiðar Már Hermannsson: Luke Rockhold er einfaldlega of sterkur keppandi fyrir Boetsch! Ég er mikill Tim Boetsch aðdáandi en Rockhold mun væntanlega rota hann eða sigra á stigum!

Guttormur Árni Ársælsson: Rockhold er slæmt match-up fyrir Boetsch. Rockhold sigrar eftir dómaraúrskurð 30-27.

Eiríkur Níels Níelsson: Rockhold vinnur með TKO í fyrstu lotu

Sigurjón Viðar Svavarsson: Rockhold vinnur á mjög svo leiðinlegri dómaraákvörðun.

 

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular