spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC 177

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 177

UFC_177_Dillashaw_vs._Soto_PosterÍ kvöld fer fram UFC 177 í Sacramento, Bandaríkjunum. Bardagakvöldið er líklega ekki það sterkasta sem UFC hefur haldið en þó er barist um bantamvigtarbelti UFC í aðalbardaga kvöldsins. Eftir óvænt tíðindi í gær mun TJ Dillashaw mæta Joe Soto í stað Renan Barao.

  • Auðveld bráð fyrir TJ Dillashaw? Eins og kom fram í gær átti TJ Dillashaw að mæta Renan Barao en mætir þess í stað Joe Soto. Barao féll í yfirlið í gær við að reyna að ná 135 punda takmarkinu og því kemur Soto í hans stað. Þetta verður fyrsti bardagi Soto í UFC og gæti því verið auðveld bráð fyrir meistarann. Hugsanlega fá áhorfendur að sjá flott tilþrif frá meistaranum.
  • Bethe Correira og andstæðingarnir fjórir: Þær Ronda Rousey, Marina Shafir, Jessamyn Duke og Shayna Bazler skipta hið svo kallaða “The Four Horsewomen” teymi. Þegar hin brasilíska Bethe Correira setti upp fjóra putta eftir sigur á Jessamyn Duke gaf hún til kynna að hún ætlaði sér að fara á eftir þessu fjögurra kvenna teymi. Næst í röðinni verður Shayna Bazler. Bethe vill fá titilbardaga og gaman væri að hún sigri allar vinkonur Rousey á leið sinni en að svo stöddu er Marina Shafir ekki í UFC.
  • Engar stjörnur: Baradagakvöldið er illa samsett og margir bardagamenn á taphrynu berjast í kvöld. Margir bardagar gera ekki mikið fyrir topp stöðuna innan þyngdarflokkanna og verða sölutölurnar fyrir þetta Pay Per View sennilega með því lægsta sem þekkist innan UFC. Það verður þó oft með bardagakvöld sem vantar stjörnur eða þekkt nöfn á þá verða bardagarnir betri. Þeir sem eru á seinustu metrunum innan samtaka UFC verða að gefa allt í bardagann og úr verða margir frábærir bardagar.
spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular