spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 208

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 208

UFC 208 fer fram um helgina í Brooklyn. Kvöldið ætti að verða mjög fjörugt en förum yfir helstu ástæður til að vaka yfir þessu.

  • Sögulegur titilbardagi: Þetta kvöld fer fram fyrsti UFC titilbardagi sögunnar í fjaðurvigt kvenna. Þó svo að Cris Cyborg sé ekki að keppa er bardaginn mjög áhugaverður. Hér mætast margfaldir meistarar í hnefaleikum (Holly Holm) og Muay Thai (Germaine de Randamine). Bardaginn verður líklega standandi skák þar sem högg og spörk fá að flæða án ótta við fellur en þó er aldrei að vita nema ein og ein fella sjáist. Holly Holm er með meiri reynslu og ætti að vera hraðari. Holm mun sennilega bakka og leita að gagnhöggum á meðan de Randamine pressar og reynir að breyta bardaganum í stríð. Önnur þessara kvenna verður krýnd meistari um helgina svo það verður spennandi að sjá hver hreppir hnossið.
  • Anderson Silva! Það skiptir nánast ekki máli hvern Anderson Silva er að berjast við, hann er alltaf „must see TV“ þó hann sé orðinn 41 árs gamall. Hann hefur ekki beint verið sigursæll undanfarin ár en mætir hér andstæðingi sem hann ætti að hafa tæknilega yfirburði yfir. Derek Brunson er hrár en kraftmikill bardagamaður. Yfirleitt pressar hann mikið og leitar ákaft að rothögginu sem getur verið verið hættulegt gegn Silva. Það sem hann hefur er æskan og hungrið í stóran sigur sem gæti komið honum langt, auk þess er hann sterkur glímumaður sem er hans leynivopn í bardaganum.
  • Jacare með auðveldan sigur? Ronaldo ‘Jacare’ Souza er án efa einn af allra bestu bardagamönnum heims í millivigt. Hann hefur átt í erfiðleikum með að fá bardaga og vildi því ólmur berjast við bara einhvern. Hann fær Tim Boetsch í kvöld sem ætti að verða öruggur sigur fyrir hann en þó skal aldrei vanmeta Boetsch. Jacare er sterkasti gólfglímumaðurinn í millivigtinni og er alltaf gaman að sjá hann berjast, sama hver andstæðingurinn er.
  • Skemmtilegir upphitunarbardagar: Fyrstu þrír bardagarnir á aðalhluta kvöldsins lofa góðri skemmtun. Fyrst fáum við Jim Miller gegn Dustin Poirier í bardaga sem hreinlega getur ekki klikkað. Í kjölfarið berjast Glover Teixeira og Jared ‘Killa Gorilla’ Cannonier sem hefur barist í þungavigt. Teixeira ætti að vinna en þetta verður harður bardagi sem ætti að enda með rothöggi.
  • Fleiri nöfn: Fyrr um kvöldið eru ýmis kunnugleg nöfn á víð og dreif. Náungar eins og Ryan LaFlare og Phillipe Nover opna kvöldið. Ian McCall fær loksins að berjast eftir langt tímabili af ótrúlegri óheppni. Nik Lentz berst svo við Rússann Islam Makhachev sem ætti að verða skemmtileg rimma. Auk þeirra verður Wilson Reis að berjast þetta kvöld og Randy Brown sem Dana White fann í Looking For a Fight þáttunum. Kvöldið í heild ætti að verða hin besta skemmtun.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst á miðnætti en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular