spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night 51

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night 51

Næsta laugardagskvöld fer fram UFC Fight Night 51 í Brasilíu. Hreint út sagt þá eru engir risastórir bardagar þetta kvöld en það eru engu að síður nokkrar ástæður fyrir því að kvöldið gæti orðið stórskemmtilegt.

  • Það getur allt gerst í þungavigt! Það sannaðist enn og aftur um síðustu helgi að bardagar í þungavigt geta endað án fyrirvara. Matt Mitrione rotaði óvænt Derrick Lewis á 41 sekúndu og “Big” Ben Rothwell gæti mögulega hafa gert endanlega út af við Alistair Overeem með rothöggi í fyrstu lotu. Aðalbardagi laugardagskvöldsins á milli Antonio “Bigfoot” Silva og Andrei Arlovski er “rematch” en Silva sigraði í fyrsta skiptið á stigum (eini bardagi Arlovski í Strikeforce þar sem hann var ekki rotaður). Að þessu sinni eru fimm lotur sem auka líkur á rothöggi umtalsvert.
arlovski-vs-bigfoot
Silva kemur höggi á Arlovski
  • TUF sigurvegarar mætast: UFC hefur gaman af því að láta sigurvegara úr The Ultimate Fighter þáttunum berjast hvorn við annan. Hér mætast Leonardo Santos sem sigraði aðra seríu af The Ultimate Fighter Brazil. Andstæðingur hans, Efrain Escudero, sigraði áttundu seríu árið 2008. Þetta er hans þriðja tækifæri í UFC en hann hefur tvisvar verið rekinn. Endurkoma hans gæti tengst því að hann fæddist í Mexíkó en það er markaður sem UFC hyggst herja á.
  • Spennandi kvennabardagi: Það hefur farið lítið fyrir þessum bardaga en hin grjótharða Jessica Andrade, sem barði Rosi Sexton óþægilega mikið fyrir tæpu ári síðan, tekur á móti nýliðanum Larissa Pacheco frá Brasilíu. Pacheco er ósigruð í 10 bardögum og hefur klárað alla 10 andstæðinga sína.
andrade sexton
Andrade lumbrar á Sexton
  • Fyrsti bardagi kvöldsins er einn sá besti: Það eru mörg óþekkt nöfn þetta kvöld sem vekur spurninguna af hverju Rani Yaya og Johnny Bedford eru að berjast í fyrsta bardaga kvöldins. Ekki nóg með það heldur er þetta annar bardagi þessara tveggja þar sem sá fyrsti endaði á mjög furðulegan hátt. Bardagi þeirra var dæmdur ógildur eftir að Yahya rotaðist eftir að höfuð þeirra skullu saman.
Johnny Bedford Headbutt KO Rani Yahya UFC Fight Night Abu Dhabi [S]
Bedford rotar Yaya með skalla
spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular