spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: Fimm eftirminnilegustu ummælin í MMA

Föstudagstopplistinn: Fimm eftirminnilegustu ummælin í MMA

Eftir flesta stóra bardaga tekur annar lýsandinn viðtal við keppendur og hafa aðdáendur heyrt mörg skemmtileg ummæli. Bardagamennirnir eru iðulega með adrenalínið á fullu þar sem stutt er liðið frá bardaganum og því eiga þeir til að segja hluti sem þeir mundu annars ekki segja. Þannig höfum við fengið að heyra mörg gullkorn í búrinu en hér rifjum við upp þau fimm eftirminnilegustu að okkar mati.

5. Paul Buentello: “Don’t fear me, fear the consequences”

Það hefði mátt heyra saumnál detta þegar Paul Buentello lét þessi fleygu orð úr sér í viðtali eftir bardaga. Eflaust hljómaði þessi setning vel í hausnum á Buentello en áhorfendur voru ekki á sama máli.

4. Wanderlei Silva: “I want to fuck..I want to fight with Chuck”

Brasilíumaðurinn Wanderlei Silva var á þessum ekkert rosalega sleipur í enskunni þó hann sé ögn betri í dag. Enskan var eitthvað að þvælast fyrir honum þarna þegar hann skoraði á Chuck Liddell í búrinu.

MMA Champion Randy Couture Portrait Session

3. Randy Couture: “Not bad for an old man”

Eftir að hafa sigrað Tim Sylvia um þungavigtartitil UFC árið 2007 kom hann með þessa gullnu setningu. Tim Sylvia var talsvert líklegri af veðbönkum fyrir bardagann og fáir sem bjuggust við sigri frá 43 ára Randy Couture.

2. Nick Diaz: “Don’t be scared homie!”

Þessi setning er ein sú frægasta sem Nick Diaz hefur látið úr sér. Eftir sigur á Mushin Cobbrey í EliteXC beindi hann orðum sínum að KJ Noons í búrinu eftir bardagann. Þeir mættust þó ekki fyrr en í Strikeforce árið 2010 þar sem Nick Diaz fór með sigur af hólmi.

1. Georges St. Pierre: “I’m not impressed by your performance”

Eftir að Matt Hughes hafði varið belti sitt gegn BJ Penn á UFC 63 steig Georges St. Pierre í búrið og sagði þetta við Hughes í beinni útsendingu. Þessi setning er ein sú frægasta í MMA og margoft verið gert grín að þessu (sjá hér að neðan). Síðar lét St. Pierre hafa eftir sér að hann hafi mismælt sig og bað víst Matt Hughes afsökunar eftir á baksviðs.

GSP á skrifstofunni

Erum við að gleyma einhverjum skemmtilegum ummælum?

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

4 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular