Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaGrettismótið fer fram á morgun

Grettismótið fer fram á morgun

grettis posterÁ morgun fer Grettismót Mjölnis fram. Mótið hefst kl 11 en þetta er í annað sinn sem þetta BJJ-mót er haldið.

Keppt er í galla (gi) í fimm þyngdarflokkum karla og tveimur þyngdarflokkum kvenna auk opinna flokka. Þau Eiður Sigurðsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir, bæði úr Mjölni, sigruðu opnu flokkana í fyrra og hafa því titil að verja. Mótið fer fram í Mjölniskastalanum og er aðgangseyrir 500 krónur. Eins og í fyrra verða veitt verðlaun fyrir uppgjafartak mótsins en Diego Björn Valencia hlaut verðlaunin í fyrra eftir sigur með “Peruvian neck tie” í framlenginu í opna flokkinum gegn Helga Rafni úr Sleipni. Atvikið má sjá hér að neðan en framlengingin hefst eftir 9:53.

Keppt verður í eftirfarandi þyngdarflokkum.

Karlar: -68, -79, -90, -101, +101 og opinn flokkur.
Konur: -64, +64 og opinn flokkur.

grettismotið2013
Eiður Sigurðsson og Sunna Rannveig með verðlaunin í fyrra.

 

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular