Monday, April 22, 2024
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night 75

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night 75

road-to-ufc-japan

UFC Fight Night 75 fer fram í Saitama Super Arena í Japan í kvöld. Kvöldið er í minni kantinum en það eru þó nokkrir áhugaverðir bardagar sem er vert að kíkja á.

 • Skemmtilegur bardagi í þungavigt. Í aðalbardaga kvöldsins mætast Josh Barnett og Roy Nelson í bardaga sem er kannski ekki mjög mikilvægur en lofar samt mjög góðu. Roy Nelson getur rotað hvern sem er ef hann nær inn réttri sleggju. Josh Barnett er aftur á móti mikill refur og reynslubolti sem mun sennilega nota glímuhæfileika sína til að stjórna og sigra sinn skeggprúða andstæðing. Niðurstaðan ætti að verða skemmtileg skák og sigurvegarinn fær enn stærri bardaga.
roy
Roy Nelson gegn Dave Herman
 • Erfitt próf fyrir Uriah Hall: Miklar væntningar voru bundnar við Uriah Hall í 17. seríu af The Ultimate Fighter. Hingað til hefur hann valdið vonbrigðum en þó sýnt annað slagið ótrúlega takta. Hér mætir hann einum erfiðasta andstæðingi sínum, þ.e. The Dreamcatcher Gegard Mousasi. Mousasi hefur sigrað tvo bardaga í röð og verður erfitt próf fyrir Hall. Það merkilega við þennan bardaga er að Mousasi er ári yngri en Hall en hefur samt barist 28 sinnum oftar í MMA.
Uriah Hall
Uriah Hall gegn Adam Cella
 • Hvernig mun Kyoji Horiguchi koma til baka eftir tapið gegn Mighty Mouse? Hinn 24 ára Kyoji Horiguchi er mikið efni í fluguvigt UFC. Þar sem Demetrious Johnson var búinn að sigra alla þá bestu fékk hinn ungi Horiguchi tækifæri til að berjast um titil of snemma á ferlinum. Það að fara fimm lotur með Mighty Mouse er hins vegar góð reynsla svo það verður áhugavert að sjá hvort hann komi betri og sterkari til baka.

  horiguchi
  Kyiji Horiguchi gegn Dustin Pague
 • Nokkrir aðrir áhugaverðir: Það er lítið um stórar stjörnur á þessu bardagakvöldi en þó eru nokkur kunnugleg nöfn sem er alltaf gaman að fylgjast með. Við fáum til að mynda bardaga með Diego Brandao sem er alltaf skemmtilegur. Hann mætir hér reyndum Japana, Katsunori Kikuno, sem er með 32 bardaga á bakinu. Þegar þeir hafa yfirgefið búrið verður röðin komin að Takeya Mizugaki sem snýr aftur banhungraður eftir tvö erfið töp. Andstæðingur hans er George Roop sem er alltaf hættulegur.

  Diego
  Diego Brandao gegn Steven Siler

Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst bein útsending kl. 2. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst á miðnætti á Fight Pass rás UFC.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular