Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Belfort vs. Henderson...

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Belfort vs. Henderson 3

belfort hendersonÍ kvöld fer fram mjög skemmtilegt bardagakvöld í Brasilíu. Þarna eru kannski ekki þekktustu nöfnin í UFC en á bardagakvöldinu eru fullt af efnilegum bardagamönnum.

Í aðalbardaganum mætast þeir Vitor Belfort og Dan Henderson en þetta er í þriðja sinn sem kapparnir mætast.

  • Hvor er betri án TRT? Bæði Vitor Belfort og Dan Henderson notuðu TRT (Testosterone Replacement Therapy) þegar það var löglegt. Síðast þegar þeir mættust leit Vitor Belfort út eins og ofurmenni en nú hefur orðið talsverð breyting á honum útlitslega síðan meðferðin var bönnuð. Henderson hefur unnið aðeins tvo af síðustu sjö bardögum sínum (með eða án TRT) og á eflaust ekki marga bardaga eftir. Henderson er orðinn 45 ára gamall og Belfort 38 ára og því spurning hversu mikið þeir eigi eftir. Henderson sigraði fyrstu viðureign þeirra árið 2006 en Belfort aðra viðureign þeirra árið 2013. Hvor sigrar þá þriðju?
  • Kemst kaffibarþjónninn í fremstu röð? Patrick Cummins hefur nú verið í UFC í rúma 18 mánuði eða síðan hann kom inn með skömmum fyrirvara gegn Daniel Cormier í stað Rashad Evans. Þá vann hann sem kaffibarþjónn með aðeins fjóra bardaga að baki en hefur vaxið hægt og rólega í UFC síðan þá. Lítil endurnýjun hefur átt sér stað síðustu árin í léttþungavigtinni en Cummins gæti komist í fremstu röð takist honum að sigra Glover Teixeira í kvöld.
  • Heldur Almeida sigurgöngu sinni áfram? Hinn 24 ára Thomas Almeida hefur sigrað alla 20 bardaga sína og klárað alla nema einn. Á morgun mætir hann hinum bandaríska Anthony Birchak og verður hann kominn einu skrefi nær titilbardaga með sigri í kvöld. Síðast rotaði hann Brad Pickett með þessu ótrúlega hnésparki, hvað gerir hann í kvöld?

thomas almeida ko gif

  • Tveir hrikalega efnilegir: Þeir Gilbert Burns og Rashid Magomedov eru báðir 3-0 í UFC. Báðir þykja virkilega spennandi bardagamenn og ætti þetta að verða gríðarlega jafn bardagi. Burns er heimsmeistari svartbeltinga í brasilísku jiu-jitsu á meðan Magomedov skarar fram úr standandi.
  • Frábærir bardagar! Auk fyrrgreindra bardaga er hellingur af spennandi bardögum. Yan Cabral mætir Johnny Case í spennandi bardaga í léttvigtinni en af 12 sigrum Cabral hafa 11 komið eftir uppgjafartök. Pedro Munhoz þykir efnilegur í bantamvigtinni en hann mætir Jimmie Rivera í kvöld. Þá má finna þekkt nöfn á borð við Clay Guida, Fabio Maldonado, Gleison Tibau og Abel Trujillo á bardagakvöldinu.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular