Sunday, April 14, 2024
HomeErlentMyndbönd: Bellator 145 fór fram í gær

Myndbönd: Bellator 145 fór fram í gær

straus pitbullBellator 145 fór fram í gær og var bardagakvöldið afar góð skemmtun. Tveir titilbardagar fóru fram en hér má sjá helstu úrslit kvöldsins.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Patricio ‘Pitbull’ Freire og Daniel Straus um fjaðurvigtarbelti Bellator. Freire hafði titil að verja en þetta var í þriðja sinn sem þeir mættust. Freire hafði unnið fyrstu tvo bardagana en í gær tókst Straus loksins að vinna. Bardaginn var frábær og sigraði Straus eftir dómaraákvörðun.

Léttvigtarmeistarinn Will Brooks varði beltið sitt í gær gegn David ‘The Caveman’ Rickels. Brooks sigraði eftir dómaraákvörðun og stjórnaði bardaganum að mestu leiti. Brooks var vonsvikinn með frammistöðu sína en sagðist hafa lent í hnémeiðslum í bardaganum og því tekið öruggu leiðina. Rickels má þó eiga það að innganga hans í búrið er alltaf áhugaverð.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular