spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Brown vs. Silva

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Brown vs. Silva

UFC-FN-40-Poster

Annað kvöld fer UFC Fight Night: Brown vs. Silva fram í Ohio í Bandaríkjunum. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að missa ekki af bardögum kvöldsins.

Fyrsti bardagi kvöldsins byrjar klukkan 22:30, samkvæmt dagskrá UFC.tv

  • Gott móteitur eftir Eurovision: Í fyrsta lagi er þetta góð leið til að hreinsa Eurovisionglápið út úr kerfinu. Eftir þrjá og hálfan klukkutíma af vitleysunni sem viðgengst þar verður fátt betra en að fá gott mótvægi með því að horfa á bardaga.
  • Aðalbardagi kvöldsins verður villtur: Bardaginn milli Matt Brown og Erick Silva verður virkilega fjörugur. Þeir eru báðir villtir og árásargjarnir og reyna alltaf að klára andstæðinginn. Þeir unnu báðir síðasta bardaga á innan við mínútu og fengu báðir bónus fyrir frammistöðu sína. Af 34 sameiginlegum sigrum þeirra hafa aðeins 4 komið í dómaraúrskurði. Brown hefur unnið 11 af 18 sigrum með rothöggi eða tæknilegu rothöggi en hann hefur tapað 9 sinnum með uppgjafartaki. Silva hefur hins vegar unnið 9 af 16 sigrum með uppgjöf og bara einu sinni verið rotaður. Það er ekki fræðilegur möguleiki á að þetta verði leiðinlegur bardagi!
  • Teknískur léttvigtarbardagi Koch og Cruickshank: Bardagi Erik Koch og Daron Cruickshank, sem er þriðji síðasti bardagi kvöldsins, verður afar teknískur bardagi og það verður mjög áhugavert að fylgjast með Koch í léttvigt á næstu mánuðum. Hann fór nýlega upp um vigt og rústaði Rafaello Oliveira á einni og hálfri mínútu í febrúar. Nú mætir hann mjög færum léttvigtarmanni. Þó Cruickshank sé ekki á topp 15 á styrkleikalista UFC í léttvigt myndi sannfærandi sigur gegn honum hjálpa Koch mikið við að komast úr 15. sæti á fjaðurvigtarlistanum og inn á topp 15 í léttvigt.
  • Tveir risastórir þungavigtarmenn mætast: Soa Palelei mætir Ruan Potts á aðal hluta bardagakvöldsins. Þetta er þriðji UFC bardagi Palelei en sá fyrsti fyrir Potts. Palelei, sem er 193 cm á hæð og vegur 120 kíló, hefur unnið 20 bardaga á ferlinum, 16 með rothöggi eða tæknilegu rothöggi og 4 með uppgjafartaki. Hann hefur nú unnið 10 bardaga í röð, alla með rothöggi eða tæknilegu rothöggi, þar af átta í fyrstu lotu. Palelei mætir fyrrverandi þungavigtarmeistara AFC, Ruan Potts. Potts, sem er 188 cm á hæð og 114 kíló, hefur klárað andstæðinginn í öllum átta sigrum sínum en hefur tapað einu sinni í dómaraúrskurði. Um 80% bardaga í þungavigtinni enda með rothöggi eða uppgjafartaki svo það eru góðar líkur á að þessi fari ekki fyrir dómarana!
  • Wineland gegn Eduardo er mikilvægur bardagi í bantamvigt: Eddie Wineland er skemmtilegur og óhefðbundinn bardagamaður. Hann er mjög góður boxari en hundsar grundvallaratriði eins og að hafa hökuna niðri og hendur uppi. Samt sem áður hefur stíllinn hans skilað ágætum árangri, hann hefur ellefu sinnum unnið með rothöggi eða tæknilegu rothöggi og fékk nýlega titilbardaga í UFC. Það er í raun fáranlegt að Eddie Wineland skuli ekki vera á aðalhluta bardagakvöldsins en hann er fyrsti bardaginn í Fox Sports útsendingunni. Johnny Eduardo er fær glímumaður sem hefur unnið 13 af 26 sigrum sínum með uppgjafartaki. Hann hefur ekki barist í rétt tæp tvö ár vegna meiðsla en hann hefur unnið 12 af síðustu 13 bardögum. Eina tap hans síðan 2007 kom í fyrsta UFC bardaganum hans, sem var gegn Raphael Assuncao. Síðan þá hefur Assuncao unnið fimm bardaga í röð.
spot_img
spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular