spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Condit vs. Alves

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Condit vs. Alves

condit alvesAnnað kvöld fer fram spennandi bardagakvöld í Brasilíu. Tveir af færustu sparkboxurum UFC mætast í aðalbardaga kvöldsins en hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að horfa annað kvöld.

  • Geðveikur aðalbardagi: Í sannleika sagt er aðalbardagi kvöldsins hrikalega spennandi. Carlos Condit og Thiago Alves eru tveir virkilega færir sparkboxarar og verður hrein unun að sjá þá berjast á morgun. Það er erfitt að segja hvor muni taka þetta en samkvæmt veðbönkunum er Condit sigurstranlegri. Condit er hins vegar að koma til baka eftir krossbandsslit og óvíst hvernig hann kemur til leiks. Þetta er bardagi sem allir bardagaaðdáendur geta verið spenntir fyrir.
  • Geta Lentz og Oliveira loksins útkljáð sín mál? Nik Lentz og Charles Oliveira mættust fyrst í júní árið 2011. Oliveira sigraði eftir hengingu en skömmu áður vankaði hann Lentz með ólöglegu hnésparki. Bardaginn var síðar dæmdur ógildur en bardaginn var valinn besti bardagi kvöldsins. Þeir áttu svo að mætast aftur í september í fyrra en Oliveira veiktist daginn sem bardaginn átti að fara fram (hann var fimm pundum yfir í vigtuninni daginn áður). Á morgun geta þeir loksins útkljáð sín mál og vonandi verður bardaginn jafn skemmtilegur og sá fyrri.
  • Heldur Bektic áfram að bæta sig? Mirsad Bektic er einn af efnilegri fjaðurvigtarmönnum UFC. Hann kemur úr American Top Team og hefur sigrað alla sína bardaga. Bektic hefur sýnt framfarir í hverjum bardaga og verður áhugavert að sjá hvort sú þróun haldi áfram á morgun.
  • Daninn Dalby berst sinn fyrsta UFC bardaga: Nicolas Dalby þreytir frumraun sína í UFC á morgun þegar hann mætir heimamanninum Elizeu Zaleski dos Santos. Dalby er ósigraður í 13 bardögum og var Cage Warriors meistarinn áður en hann samdi við UFC. Í vikunni heyrðum við í svarbeltingnum Kára Gunnarssyni sem fræddi okkur um Dalby.
  • Mikilvægur bardagi í fluguvigtinni: Þeir Jussier Formiga og Wilson Reis mætast í mikilvægum bardaga í fluguvigtinni. Sigurvegarinn hér verður sennilega einum bardaga frá titilbardaga í þunnskipaðri fluguvigtinni. Formiga æfir hjá Nova Uniao og er í 4. sæti á styrkleikalista UFC í fluguvigtinni. Hann er sigurstranglegri en Wilson Reis gæti komið á óvart.
  • Aðrir áhugaverðir bardagar: Það eru nokkrir bardagar á bardagakvöldinu sem gætu verið mjög skemmtilegir svo sem KJ Noons gegn Alex Oliveira og Luiz Dutra gegn Tom Breese. Nafn Luiz Dutra hringir eflaust einhverjum bjöllum en Dutra sigraði Árna Ísaksson í frábærum bardaga árið 2009.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 að íslenskum tíma. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23. Áskrifendur af Fight Pass rás UFC geta horft á allan viðburðinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular