spot_img
Tuesday, December 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: dos Anjos vs....

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: dos Anjos vs. Alvarez

rda alvarezÍ kvöld fer fram fyrsta bardagakvöldið af þremur í bardagaveislu vikunnar. Barist verður um léttvigtarbeltið í kvöld en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagakvöldið í kvöld.

  • Rafael dos Anjos áfram með sömu yfirburði? Rafael dos Anjos hefur haft mikla yfirburði í síðustu tveimur bardögum sínum. Fyrst rústaði hann þáverandi meistara, Anthony Pettis, og tryggði sér þar með beltið en síðast sáum við hann slátra Donald Cerrone á 66 sekúndum. Það verður áhugavert að sjá hvort að dos Anjos njóti sömu yfirburða gegn Eddie Alvarez í kvöld. Rafael dos Anjos hefur litið út eins og tortímandinn á undanförnum árum og á Alvarez ekki von á góðu ef dos Anjos er upp á sitt besta. Það er unun að sjá dos Anjos upp á sitt besta, ekki missa af því!
  • Alvarez sá fyrsti til að vera meistari í Bellator og UFC: Eddie Alvarez var léttvigtarmeistari Bellator um tíma. Takist honum að sigra Rafael dos Anjos verður hann sá fyrsti í sögunni til að vera meistari bæði í Bellator og UFC.
  • Einhver verður rotaður: Þeir Roy Nelson og Derrick Lewis mætast í næstíðasta bardaga kvöldsins. Átta af 16 bardögum Roy Nelson í UFC hafa endað með rothöggi og allir sjö bardagar Derrick Lewis í UFC hafa endað með rothöggi. Það eru því góðar líkur á að við fáum rothögg í kvöld hjá þeim Nelson og Lewis.
  • Kemst Joseph Duffy aftur á sigurbraut? Írinn Joseph Duffy mætir Mitch Clarke á morgun í áhugaverðum bardaga. Þetta verður fyrsti bardagi Duffy síðan hann tapaði fyrir Dustin Poirier í janúar og verður gaman að sjá hvernig hann kemur til baka. Duffy virðist stöðugt vera að bæta sig hjá Tristar en hvernig frammistöðu mun hann skila í kvöld gegn Mitch Clarke?
  • Ekki gleyma: Þó hér séu ekki stærstu nöfnin er vert að benda á nokkra áhugaverða bardaga. Alan Jouban mætir Belal Muhammad en Jouban er yfirleitt í skemmtilegum bardögum. Hinn fertugi Mike Pyle mætir Alberto Mina en sjaldgæft er að sjá Pyle í lélegum bardögum. Þá gæti verið áhugavert að fylgjast með þeim John Madkessi og Medhi Baghdad eigast við en báðir vilja halda bardaganum standandi.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular