spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Gonzaga vs. Cro...

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Gonzaga vs. Cro Cop 2

ccg

UFC fer fram í Póllandi núna um helgina í fyrsta sinn í sögu bardagasambandsins. Það er hreint út sagt ekki mikið af stórum nöfnum á kvöldinu en það eru samt nokkrar góðar ástæður til að kíkja á kvöldið. Lítum yfir þær helstu.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 15:45 á Fight Pass en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 19 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

  • MMA á eðlilegum tíma: Við Íslendingar þurfum oft að sætta okkur við að vaka allar nætur til að horfa á erlenda íþróttaviðburði. Að þessu sinni byrjar fjörið á kvöldmatartíma svo það er tilvalið að finna sér einhvern bar sem sýnir viðburðinn, borða og fá sér einn eða tvo kaldan á meðan horft er á.
  • Vinstri fótur kirkjugarður! Mirko ‘Cro Cop’ Filipović er þekktur fyrir rothögg sín með hausspörkum beint í kúpuna. Það vita allir hvað gerðist síðast þegar hann mætti Gabriel Gonzaga. Ekkert myndi kæta Cro Cop meira en að ná fram hefndum svo það má gera ráð fyrir fljúgandi fótleggjum þegar þessir kappar mætast í búrinu.
  • JoJo! Íslandsvinurinn Joanne ‘JoJo’ Calderwood berst á þessu kvöldi við hina 23 ára og lítt þekktu Maryna Moroz í fyrsta aðalbardaga kvöldins. JoJo er ósigruð sé litið framhjá tapi hennar í The Ultimate Fighter gegn Rose Namajunas og skoski hreimurinn gæti brætt jafnvel súrustu fýlupúka. Bara ekki rugla JoJo við hina pólsku Joanna Jędrzejczyk sem vann titilin í strávigt í mars og verður örugglega viðstödd í höllinni um helgina.

jojo

  • Jimi Manuwa mætir pólskum harðjaxli. UFC aðdáendur ættu flestir að þekkja Jimi Manuwa og vita hverju búast má við þegar hann berst. Af 14 sigrum hans hafa 13 endað með rothöggi en eina tapið er á móti Alexander Gustafsson fyrir um ári síðan en hann hefur ekki barist síðan. Hér mætir hann Jan Błachowicz sem er nokkuð stór stjarna í sínu heimalandi og hefur sigrað sex bardaga í röð, þar með talið gegn Ilir Latifi. Pólverjinn er seigur á gólfinu en nær hann Jimi Manuwa í gólfið?
spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular