Sunday, May 19, 2024
HomeForsíða„UFC á Íslandi 2016“

„UFC á Íslandi 2016“

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar Nelson og Haraldur Dean Nelson voru í viðtali við MMA Viking nýlega þar sem feðgarnir ræddu lögleiðingu MMA á Íslandi. Haraldur segir að stefnt sé að fá UFC hingað á næsta ári.

Að sögn Haraldar hefur UFC lýst yfir áhuga á að koma hingað til lands og halda viðburð. Haraldur sér fyrir sér að bardagakvöldið gæti farið fram fyrir 6.000-12.000 áhorfendur. Allt veltur það þó á því hvort MMA verði lögleitt hér á landi. Verið er að vinna að lögleiðingu MMA á Íslandi og hyggst Guðlaugur Þór, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggja til frumvarp sem miðar að því að leyfa MMA á Íslandi.

Draumurinn er að UFC geti komið hingað á næsta ári og haldið viðburð. Það er þó enn langur vegur framundan til að það gerist en boltinn er farinn af stað. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular