Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 verstu rothöggstilraunirnar

Föstudagstopplistinn: 5 verstu rothöggstilraunirnar

Það er kominn föstudagur og því ber að fagna. Í Föstudagstopplista dagsins ætlum við að líta á fimm verstu rotthöggstilraunir sem sést hafa. Sumar hverjar eru einfaldlega svo lélegar að þær eru hin besta skemmtun.

5. Roger Hollett gegn Fabio Maldonado – Geldarinn

Bardagi Roger Hollett og Fabio Maldonado var ekki frábær skemmtun. Þessi glæsilegu tilþrif Hollett gerðu bardagann þó mun eftirminnilegri.

Roger-Hollett-vs-Fabio-Maldonados geldarinn

4. Uriah Faber gegn Mike Brown – Fimm mínútna olnboginn

Fyrri bardagi Faber og Brown í WEC endaði með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu. Áhættan sem Faber tók þarna borgaði sig ekki.

faber ko

3. Chael Sonnen gegn Anderson Silva – Snúningsolnbogi

Þessi klaufalegi snúningsolnbogi frá Chael Sonnen var upphafið að endinum í seinni bardaga þeirra.

sonnen-whoops

2. Sean Salmon gegn Rashad Evans – Karatespark

Rashad Evans rotaði Sean Salmon með haussparki er þeir mættust í janúar 2007. Sparkið frá Evans var mun glæsilegra en þetta spark Salmon í bardaga þeirra.
rashad salmon

1. Steve Jennum gegn Harold Howard – Við vitum ekki hvað við eigum að kalla þetta „spark“

Þessi bardagi fór fram á UFC 3 þegar menn voru enn að reyna að átta sig á íþróttinni og hvað virkaði og hvað ekki. Það er ljóst að þetta spark er eitt af því sem virkar ekki..

steve jennum harold howard

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular