Það er kominn föstudagur og því ber að fagna. Í Föstudagstopplista dagsins ætlum við að líta á fimm verstu rotthöggstilraunir sem sést hafa. Sumar hverjar eru einfaldlega svo lélegar að þær eru hin besta skemmtun.
5. Roger Hollett gegn Fabio Maldonado – Geldarinn
Bardagi Roger Hollett og Fabio Maldonado var ekki frábær skemmtun. Þessi glæsilegu tilþrif Hollett gerðu bardagann þó mun eftirminnilegri.
4. Uriah Faber gegn Mike Brown – Fimm mínútna olnboginn
Fyrri bardagi Faber og Brown í WEC endaði með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu. Áhættan sem Faber tók þarna borgaði sig ekki.
3. Chael Sonnen gegn Anderson Silva – Snúningsolnbogi
Þessi klaufalegi snúningsolnbogi frá Chael Sonnen var upphafið að endinum í seinni bardaga þeirra.
2. Sean Salmon gegn Rashad Evans – Karatespark
Rashad Evans rotaði Sean Salmon með haussparki er þeir mættust í janúar 2007. Sparkið frá Evans var mun glæsilegra en þetta spark Salmon í bardaga þeirra.
1. Steve Jennum gegn Harold Howard – Við vitum ekki hvað við eigum að kalla þetta „spark“
Þessi bardagi fór fram á UFC 3 þegar menn voru enn að reyna að átta sig á íþróttinni og hvað virkaði og hvað ekki. Það er ljóst að þetta „spark“ er eitt af því sem virkar ekki..
- Fjórir bardagakappar frá RVK MMA stíga inn í búrið í kvöld - May 7, 2022
- Niðurskurðurinn hjá Khabib gengur vel - September 5, 2019
- UFC 241 úrslit - August 18, 2019