0

Föstudagstopplistinn: 5 verstu rothöggstilraunirnar

Það er kominn föstudagur og því ber að fagna. Í Föstudagstopplista dagsins ætlum við að líta á fimm verstu rotthöggstilraunir sem sést hafa. Sumar hverjar eru einfaldlega svo lélegar að þær eru hin besta skemmtun.

5. Roger Hollett gegn Fabio Maldonado – Geldarinn

Bardagi Roger Hollett og Fabio Maldonado var ekki frábær skemmtun. Þessi glæsilegu tilþrif Hollett gerðu bardagann þó mun eftirminnilegri.

Roger-Hollett-vs-Fabio-Maldonados geldarinn

4. Uriah Faber gegn Mike Brown – Fimm mínútna olnboginn

Fyrri bardagi Faber og Brown í WEC endaði með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu. Áhættan sem Faber tók þarna borgaði sig ekki.

faber ko

3. Chael Sonnen gegn Anderson Silva – Snúningsolnbogi

Þessi klaufalegi snúningsolnbogi frá Chael Sonnen var upphafið að endinum í seinni bardaga þeirra.

sonnen-whoops

2. Sean Salmon gegn Rashad Evans – Karatespark

Rashad Evans rotaði Sean Salmon með haussparki er þeir mættust í janúar 2007. Sparkið frá Evans var mun glæsilegra en þetta spark Salmon í bardaga þeirra.
rashad salmon

1. Steve Jennum gegn Harold Howard – Við vitum ekki hvað við eigum að kalla þetta „spark“

Þessi bardagi fór fram á UFC 3 þegar menn voru enn að reyna að átta sig á íþróttinni og hvað virkaði og hvað ekki. Það er ljóst að þetta spark er eitt af því sem virkar ekki..

steve jennum harold howard

Guttormur Árni Ársælsson
Latest posts by Guttormur Árni Ársælsson (see all)

Guttormur Árni Ársælsson

-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.