Annað kvöld fer fram árlegt bardagakvöld UFC í Þýskalandi. Kvöldið er ekki hlaðið stórstjörnum en UFC býður þó upp á titilbardaga í aðalbardaga kvöldsins. Hér eru nokkrar ástæður til að horfa á UFC í kvöld.
- Joanna Jędrzejczyk: Strávigtarmeistarinn sýndi frábæra takta er hún gjörsigraði Carla Esparza fyrr á árinu. Hún er frábær „striker“ og verður Jessica Penne að ná henni niður í kvöld ef hún ætlar að eiga möguleika á sigri. Jędrzejczyk varðist fellum Esparza frábærlega og spurning hvort að Penne takist að ná Jędrzejczyk niður.
- Frábær tímasetning! Þar sem bardagakvöldið í kvöld er í Berlín er þetta á besta tíma hér í Evrópu. Fyrsti bardagi dagsins hefst kl 16 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
- Herra Finland snýr aftur: Finninn Makwan Amirkhani skaust upp á stjörnuhiminn fyrr á árinu er hann rotaði Andy Ogle eftir aðeins átta sekúndur í sínum fyrsta MMA bardaga. Amirkhani, sem hefur tekið þátt í fegurðarsamkeppnum í heimalandinu, mætir Mexíkananum Mario Fullen. Amirkhani hlaut mikla athygli eftir sinn fyrsta sigur og verður gaman að sjá hvort honum tekst að fylgja sigrinum eftir.
- Mairbek Taisumov: Síðustu tveir bardagar Mairbek Taisumov hafa endað með flottum rothöggum. Taisumov er hæfileikaríkur „striker“ og æfir að hluta til hjá Tiger Muay Thai í Tælandi. Hann mætir Alan Patrick annað kvöld og gætum við séð annað glæsilegt rorhögg frá honum.
- Fylgstu með: Łukasz Sajewski þreytir frumraun sína í UFC annað kvöld og verður í fyrsta bardaganum á aðalhluta bardagakvöldsins. Sajewski er ósigraður Pólverji með 13 sigra og mætir heimamanninum Nick Hein.