0

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Jędrzejczyk vs. Penne

ufc-fight-night-berlinAnnað kvöld fer fram árlegt bardagakvöld UFC í Þýskalandi. Kvöldið er ekki hlaðið stórstjörnum en UFC býður þó upp á titilbardaga í aðalbardaga kvöldsins. Hér eru nokkrar ástæður til að horfa á UFC í kvöld.

  • Joanna Jędrzejczyk: Strávigtarmeistarinn sýndi frábæra takta er hún gjörsigraði Carla Esparza fyrr á árinu. Hún er frábær „striker“ og verður Jessica Penne að ná henni niður í kvöld ef hún ætlar að eiga möguleika á sigri. Jędrzejczyk varðist fellum Esparza frábærlega og spurning hvort að Penne takist að ná Jędrzejczyk niður.
  • Frábær tímasetning! Þar sem bardagakvöldið í kvöld er í Berlín er þetta á besta tíma hér í Evrópu. Fyrsti bardagi dagsins hefst kl 16 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
  • Herra Finland snýr aftur: Finninn Makwan Amirkhani skaust upp á stjörnuhiminn fyrr á árinu er hann rotaði Andy Ogle eftir aðeins átta sekúndur í sínum fyrsta MMA bardaga. Amirkhani, sem hefur tekið þátt í fegurðarsamkeppnum í heimalandinu, mætir Mexíkananum Mario Fullen. Amirkhani hlaut mikla athygli eftir sinn fyrsta sigur og verður gaman að sjá hvort honum tekst að fylgja sigrinum eftir.

Amirkhani Makwan Andy Ogle

  • Mairbek Taisumov: Síðustu tveir bardagar Mairbek Taisumov hafa endað með flottum rothöggum. Taisumov er hæfileikaríkur „striker“ og æfir að hluta til hjá Tiger Muay Thai í Tælandi. Hann mætir Alan Patrick annað kvöld og gætum við séð annað glæsilegt rorhögg frá honum.
  • Fylgstu með: Łukasz Sajewski þreytir frumraun sína í UFC annað kvöld og verður í fyrsta bardaganum á aðalhluta bardagakvöldsins. Sajewski er ósigraður Pólverji með 13 sigra og mætir heimamanninum Nick Hein.
Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.