Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Machida vs. Anders

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Machida vs. Anders

Í kvöld heldur UFC bardagakvöld í Bélem í Brasilíu. Það er fátt um fína drætti en þó eru nokkur nöfn sem bardagaaðdáendur ættu að vilja horfa á.

Lyoto Machida reynir aftur

Lyoto Machida snéri aftur eftir 18 mánaða bann í október síðastliðnum eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í júní 2016. Fyrsti bardaginn hans eftir bannið var gegn Derek Brunson á en sá bardagi fór ekki vel fyrir Machida. Drekinn var rotaður í 1. lotu og velta nú því margir fyrir sér hvort hinn 39 ára gamli Machida sé kominn á endastöð. Hann er þó ekki á sama máli og mætir hinum þrítua Erik ‘Ya Boi’ Anders sem er 10-0 á MMA ferlinum og sigraði m.a Rafael Natal í sumar. Það er því mikið undir fyrir báða bardagamenn í kvöld og sérstaklega fyrir Machida.

Valentina Shevchenko vonast eftir titilbardaga

Valentina Shevchenko hefur tapað tvisvar fyrir núverandi bantamvigtarmeistara, Amandu Nunes, og vonast eftir því að fá tækifæri á beltinu í nýstofnaðri fluguvigt kvenna í UFC. Hún er ein af mörgum sem fer úr bantamvigt og niður í fluguvigt en það verður áhugavert að sjá hana í nýjum þyngdarflokki. Í kvöld mætir hún Priscila Cachoeira, sem berst á heimavelli í kvöld, og hlýtur að vonast eftir því að eiga frábæra frammistöðu gegn þekktu nafni.

Ekki gleyma

Það eru svo sem ekki mörg stór nöfn en þó eru nokkrir bardagar sem gætu orðið skemmtilegir. Það er alltaf gaman að sjá Tim Means en hann mætir Sergio Moraes í veltivigt og þá mætast þeir Iuri Alcantara og Joe Soto í áhugaverðum bardaga í bantamvigt. Nóg er af brasilískum bardagamönnum og aldrei að vita nema einhver gullmoli brjótist fram á sviðsljósið. Svo má ekki gleyma Dananum Damir Hadzovic sem mætir Alan Patrick.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 0:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3. Allir bardagarnir verða sýndir á Fight Pass rás UFC.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular