Friday, April 26, 2024
HomeErlentÞrír klikkuðu á vigtinni í Brasilíu eftir skort á heitu vatni á...

Þrír klikkuðu á vigtinni í Brasilíu eftir skort á heitu vatni á hótelinu

Vigtunin fyrir UFC bardagakvöldið í Brasilíu í kvöld fór fram í gær. Þar klikkuðu þrír bardagamenn á vigtinni eftir óvenjulegar aðstæður.

Bardagamenn voru í erfiðleikum með að ná tilsettri þyngd í gær fyrir bardagana í kvöld. Aðfaranótt föstudags var skortur á heitu vatni á hótelinu þar sem allir bardagamenn dvöldu á. Þar af leiðandi áttu þeir í erfiðleikum með að renna í heitt bað til að losa síðustu kílóin af sér.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins áttu þeir John Dodson og Pedro Munhoz að mætast í 135 punda bantamvigt. Munhoz var hins vegar fjórum pundum of þungur og ákvað Dodson að taka ekki bardagann. Bardagi Valentinu Shevchenko og Priscila Cachoeira verður þess í stað næstsíðasti bardagi kvöldsins.

Michel Prazeres var sex pundum yfir léttvigtarmarkinu en þetta var í þriðja sinn sem hann nær ekki léttvigtartakmarkinu. Prazeres hefur verið skipað að fara upp í veltivigt en bardaginn gegn Desmond Green fer fram í kvöld í hentivigt.

Þá var Eryk Anders í vandræðum en hann mætir Lyoto Machida í aðalbardaga kvöldsins. Honum tókst að ná vigt klukkutíma eftir að hefðbundinni vigtun lauk. Læknar gáfu honum leyfi til að skera meira niður og Machida samþykkti að gefa honum auka klukkutíma þar sem aðstæður á hótelinu hefðu verið erfiðar um morguninn.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular