spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: McDonald vs. Lineker

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: McDonald vs. Lineker

ufc-sioux-falls-picksÞað hefur kannski farið framhjá einhverjum en það er UFC í kvöld. UFC heimsækir Sioux Falls í South Dakota í kvöld og eru þar nokkrir áhugaverðir bardagar.

  • Hræðist McDonald Brassann? Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Michael McDonald og John Lineker. Brassinn með enska nafnið hefur litið vel út eftir að hann fór upp í bantamvigt eftir að hafa ítrekað mistekist að ná þyngd fyrir fluguvigtina. Hann virðist vera með múrsteina fyrir hendur og eru fáir sem vilja standa með honum. Michael McDonald snéri aftur í janúar eftir tveggja ára fjarveru og verður gaman að sjá hvað hann ætlar að gera gegn Lineker.
  • Tony Ferguson með áttunda sigurinn í röð? Tony Ferguson gæti sigrað sinn áttunda bardaga í röð í kvöld. Það ætti að tryggja mönnum titilbardaga en því miður er Ferguson að mæta nýliða í UFC, Landon Vannata. Upphaflega átti Ferguson að mæta Michael Chiesa í aðalbardaganum en Chiesa meiddist. Það er alltaf gaman að sjá Ferguson berjast og verður áhugavert að sjá hvað gerist fari hann með sigur af hólmi í kvöld.
  • Jesús mætir villimanninum: Einn af áhugaverðari bardögum kvöldsins er viðureign Josh Samman og Tim ‘The Barbarian’ Boetsch. Boetsch hefur tapað þremur bardögum í röð og verður nauðsynlega að sigra. Samman var í 17. seríu TUF og er að koma til baka eftir sitt fyrsta tap í UFC. Þetta gæti orðið skemmtilegur bardagi sem aðdáendur ættu að kíkja á.
Josh Samman lítur út eins og skorinn Jesús.
Josh Samman lítur út eins og skorinn Jesús.
  • Heldur netstjarnan áfram á sigurbraut? Ben Nguyen fékk sína 15 mínútna frægð þegar gamall bardagi hans fékk mikla athygli. Síðan þá hefur hann sigrað tvo bardaga í UFC, báða í 1. lotu. Hann mætir Louis Smolka í kvöld sem síðast sigraði Paddy Holohan í Dublin.
  • Tveir upprennandi bardagamenn: Þeir Devin Clark og Matthew Lopez voru báðir í 6. þætti Lookin’ for a Fight (sjá neðst). Í þáttunum ferðast Dana White um Bandaríkin í leit að næstu bardagastjörnum. Í 6. þættinum sá White fyrrgreinda bardagamenn. Þeir berjast sinn fyrsta bardaga í UFC í kvöld og verður áhugavert að sjá hvernig þeir standa sig á stóra prófinu.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 1. Bardagaaðdáendur hér heima geta horft á allt bardagakvöldið á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular