spot_img
Saturday, December 28, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Rodriguez vs. Penn

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Rodriguez vs. Penn

Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Pheonix þar sem B.J. Penn snýr aftur í búrið eftir fjarveru. Hann mætir Yair Rodriguez í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá nokkrar ástæður til að horfa á bardagana í kvöld.

  • Nýji skólinn gegn gamla skólanum: Yair Rodriguez byrjaði MMA ferilinn sinn í október 2011. 11 mánuðum áður vann B.J. Penn síðast bardaga eða í nóvember 2010. Yair Rodriguez var 9 ára þegar B.J. Penn barðist fyrst um titil í UFC. Það er því óhætt að segja að hér séu tveir afskaplega ólíkir bardagamenn að mætast. Fáir hafa trú á Penn í enn einni endurkomunni en eins og Penn sagði í vigtuninni í gær eru slagsmál tímalaus.

  • Flottir glímumenn mætast: Þeir Joe Lauzon og Marcin Held mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Báðir eru frábærir glímumenn með samanlagt 30 sigra eftir uppgjafartök í MMA. Vonandi fer þessi bardagi snemma í gólfið enda væri það skemmtilegast fyrir áhorfendur.
  • BJJ vs. Wrestling: Bardagi Ben Saunders og Court McGee gæti orðið áhugaverð viðureign. Saunders er einn af betri bardagamönnum UFC af bakinu en hann er sá eini sem klárað hefur bardaga í UFC eftir „omoplata“ uppgjafartak. Court McGee er svona týpískur „wrestle boxer“ og vill oftast ná bardaganum niður. Það gæti því verið áhugavert að sjá hvað McGee ætlar að gera til að vinna Saunders í kvöld. Mun hann þora að fara í gólfið með Saunders?
  • Tækifæri fyrir Pettis yngri: Yngri Pettis bróðirinn, Sergio Pettis, mætir John Moraga í kvöld. Þetta er gott tækifæri fyrir Pettis að koma sér á topp 10 í fluguvigtinni með sigri. Pettis hefur unnið fjóra af síðustu fimm bardögum sínum á meðan Moraga hefur tapað tveimur í röð. Moraga er í 8. sæti á styrkleikalistanum og getur hinn 23 ára Pettis tekið nokkur stökk upp með sigri.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23:15 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3. Allir bardagar kvöldsins verða í beinni á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular