spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC on FOX: Holm vs. Shevchenko

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC on FOX: Holm vs. Shevchenko

holly holm valentina shevchenkoÍ kvöld fer fram ágætis bardagakvöld á Fox sjónvarpsstöðinni. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Holly Holm og Valentina Shevchenko.

  • Holly Holm verður að vinna: Holly Holm tapaði beltinu sínu í mars sem hún hafði áður unnið af Rondu Rousey. Í kvöld mætir hún Valentinu Shevchenko sem er sýnd veiði en alls ekki gefin. Holm verður að sigra og sigra glæsilega. Fyrir utan sigurinn á Rondu Rousey hafa bardagar hennar verið hálf tilþrifalitlir. Ef hún ætlar að sanna að hún sé sú besta í bantamvigtinni þarf hún að sigra Shevchenko með yfirburðum og helst að klára hana. Tapi Holm er hún komin enn lengra frá stóru bardögunum.
  • Gilbert Melendez berst eftir að hafa afplánað bann: Talandi um að verða að vinna; Gilbert Melendez mætir Edson Barboza í kvöld og verður að vinna. Melendez er bara með einn sigur og þrjú töp á ferli sínum í UFC og hefur ekki sýnt sömu tilþrif og hann gerði í Strikeforce. Melendez var harður í samningaviðræðum við UFC á sínum tíma og fékk góðan samning. Tapi hann í kvöld gæti samningi hans verið rift og því er mikið undir hjá Melendez í kvöld.
  • Er Barboza að blanda sér í titilbaráttuna? Bardagi Barboza og Melendez er einn mest spennandi bardagi kvöldsins. Barboza er að koma til baka eftir sinn stærsta sigur á ferlinum (gegn Anthony Pettis í apríl) og spurning hvort hann sé að fara að gera atlögu að titlinum. Melendez setur mikla pressu á andstæðinga sína og það hefur Barboza oft átt í erfiðleikum með. Ekki missa af þessum bardaga.
  • Franski rotarinn: Francis Ngannou er efnilegur þungavigtarmaður en ennþá nokkuð hrár. Hann hefur sigrað báða bardaga sína í UFC með rothöggi og lítur út fyrir að vera góður íþróttamaður. Það verður því spennandi að sjá hvort við fáum annað rothögg frá Frakkanum í kvöld.
  • Ekki gleyma: Kamaru Usman, sem vann 21. seríu TUF, mætir Rússanum Alexander Yakovlev. Þetta gæti orðið áhugaverður bardagi en Yakovlev rotaði George Sullivan síðast og hefur verið á ágætis skriði. Þá gæti verið áhugavert að sjá Alex ‘Cowboy’ Oliveira mæta James Moontasri og ekki má gleyma bardaga Felice Herrig við Kailin Curran.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 20:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular