spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC on FOX: Jacaré vs. Brunson...

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC on FOX: Jacaré vs. Brunson 2

UFC er með bardagakvöld í Norður Karólínu um helgina. Kvöldið er í minna lagi en hefur þó upp á að bjóða fjóra spennandi bardaga í fjórum mismunandi þyngdarflokkum.

Hasar í millivigt

Millivigtin hefur verið ansi spennandi upp á síðkastið. Allar mögulegar samsetningar á milli þeirra tíu bestu í millivigtinni eru heillandi. Það er mikil fjölbreytni hjá stílum bardagamanna og hreinlega margir góðir bardagamenn. Þessi bardagi á milli Ronaldo ‘Jacare’ Souza og Derek Brunson er mikilvægur og gæti markað tímamót fyrir báða menn. Souza hefur lengi verið talinn einn sá allra besti en tapaði mjög illa fyrir Robert Whittaker í apríl í fyrra. Nú þarf hann að minna hressilega á sig og staðfesta stöðu sína. Á sama tíma er Derek Brunson á uppleið, hefur sigrað tvo bardaga í röð og vill bæta höfuðleðri Souza á listann. Ekki má gleyma að þessir tveir mættust áður árið 2012 þar sem Souza rotaði Brunson í fyrstu lotu. Getur hann gert það aftur?

Andre Fili

Spennandi bardagi í fjaðurvigt

Andre Fili hefur unnið og tapað til skiptis síðustu átta bardagana hans. Hann vann síðast og ætti þar af leiðandi að tapa en ekki gera ráð fyrir því. Fili er einn af þessum ungu strákum sem er alltaf að bæta sig. Hann er kominn með mikla reynslu og gæti komið á óvart á þessu ári enda einn af þeim betri í dag í Team Alpha Male. Andstæðingurinn, Dennis Bermudez, er þekktari og auðvitað mjög erfiður viðureignar. Bermudez hefur tapað tveimur í röð og þarf á sigri að halda.

Gæðabardagi í léttvigt

Bardagi Bobby Green og Erik Koch ætti að verða góður fyrir augað. Báðir voru efnilegir og hafa kannski ekki náð þeim hæðum sem vonast var eftir en eru engu að síður mjög skemmtilegir. Báðir eru þó á erfiðum stað í dag og verða hreinlega að vinna, sérstaklega Green. Fyrir utan samhengið ætti bardaginn að verða góður og það ætti að nægja í bili.

Niko Price

Áhugaverður bardagi í veltivgt

Niko Price er bardagamaður sem er þess virði að hafa annað augað á. Hann var ósigraður áður en hann tapaði með uppgjafartaki í hans síðasta bardaga gegn Vicente Luque (annar spennandi kappi í veltivigt). Nú kemur hann til baka gegn reynsluboltanum George Sullivan. Sullivan er ekki mjög þekktur en hann er 36 ára með 23 bardaga á bakinu, þar af fimm í UFC. Sullivan er gott próf fyrir Price og ætti að segja okkur mikið um getu hans á þessum tímapunkti.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 1 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular