spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC kvöld helgarinnar

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC kvöld helgarinnar

mousasi-hall

Núna um helgina fara fram tvö UFC kvöld af minni gerðinni í Belfast á Norður-Írlandi og í Sao Paulo í Brasilíu. Það eru engir súperbardagar þessi kvöld en það er samt eitt og annað sem er þess virði að kíkja á. Hér kemur það helsta.

  • Var  Uriah Hall bara heppinn? Í fyrsta bardaga Uriah Hall og Gegard Mousasi var Mousasi að jarða Hall á gólfinu í fyrstu lotu en fékk svo snúningsspark í andlitið í byrjun á annarri lotu sem varð til þess að Hall sigraði á tæknilegu rothöggi. Mousasi var langt frá því að vera sáttur og hefur talað um að Hall hafi dottið í lukkupottinn. Nú fær hann tækifæri til að sanna það. Fyrir utan það eru báðir í topp tíu sem gerir þennan bardaga mikilvægan í millivigt. Fyrsta bardagann má sjá í heilu lagi hér:

https://www.youtube.com/watch?v=z9iwR5lD8tU

teruto-ishihara
Teruto Ishihara
  • Japanska nýstirnið mætir æfingafélaga Conor McGregor: Teruto Ishihara er litríkur karakter og þrælfyndinn. Hann er hins vegar líka góður bardagakappi og eru átta af sigrum hans eftir rothögg. Nú fær hann erfitt próf á mót öðrum rotara, Artem Lobov, sem hefur æft með John Kavanagh og félögum undanfarin ár. Þessi ætti að verða mjög fjörugur.
horiguchi
Horiguchi
  • Stór bardagi í fluguvigt: Snemma um kvöldið í Belfast mætast þeir Ali Bagautinov og Kyoji Horiguchi sem báðir eru topp tíu bardagamenn í fluguvigt. Þetta virkar jafn bardagi en stórt tækifæri fyrir annan til að næla sér í mikilvægan sigur. Rússland á móti Japan, getur ekki klikkað.

bader-nogeira

  • Mikilvægur bardagi í léttþungavigt: Ryan Bader fær ekki alltaf mikla virðingu en hann tapar bara fyrir þeim allra bestu, fyrir utan kannski óvænt tap gegn Tito Ortiz árið 2011. Hér mætir hann Lil´ Nog, þ.e. Antonio Rogerio Nogeira sem er slitinn en alltaf hættulegur. Þessi þyngdarflokkur er í tómu rugli og það væri ekki galið að sjá Bader fá að berjast um beltið á næstunni.
  • Comeback bardagar: Í Brasilíu eru tveir spennandi bardagar þar sem Claudia Gadelha og Thomas Almeida koma til baka eftir töp. Bæði mæta andstæðingum sem þau ættu að sigra en það er alltaf áhugavert að sjá hvernig töp hafa áhrif á bardagamenn.
Thomas Almeida

Fyrir utan allt þetta eru þessi kvöld full af efnilegum bardagamönnum á uppleið. Það getur verið áhugavert að sjá þessa hungruðu minni spámenn leggja allt í sölurnar í tilraun til að koma sér á framfæri.

Bardagakvöldið í Belfast er á þægilegum tíma hér á Íslandi en fyrsti bardagi hefst kl 17:30 en aðalhluti bardagakvöldsins kl 21. Bardagakvöldið í Brasilíu er eðlilega á verri tíma en þar hefst fyrsti bardagi kl 23 en aðalhluti bardagakvöldsins kl 2 á íslenskum tíma.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular